fbpx
Föstudagur 19.júlí 2019  |
Matur

Tobba gerði ótrúlega uppgötvun: „Og þetta er börnum gefið á leikskólum í Reykjavík. Galið!!!“

Ritstjórn DV
Laugardaginn 16. mars 2019 11:00

Tobba er ansi lunkin í eldhúsinu.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rithöfundurinn og matgæðingurinn Tobba Marinósdóttir leggur mikið upp úr hollustu í matseld og hefur meðal annars gefið út uppskriftabókina Náttúrulega sætt, þar sem heilsusamlegir réttir eru í aðalhlutverki.

Tobba deilir magnaðri uppgötvun sem hún gerði á Facebook er varðar mysing, vinsælt álegg meðal margra Íslendinga, þá sér í lagi barna.

„Mysingur er ekki mikið skárri en Nutella. 47 gr af sykri í 100 gr vs 57 gr sykur í Nutella,“ skrifar Tobba og bætir við:

„Og þetta er börnum gefið á leikskólum í Reykjavík. Galið!!!“

Skjáskotið sem Tobba deildi máli sínu til rökstuðnings.

Tobba fylgist greinilega vel með hvað hún setur ofan í sig því fyrir nokkru deildi hún því á Facebook að aðeins 25 heslihnetur væru í 400 grömmum af Nutella súkkulaðismjörinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Bættu baðherbergið
Matur
Fyrir 1 viku

Ertu í megrun? Fáðu þér þá rauðvín, súkkulaði og osta!

Ertu í megrun? Fáðu þér þá rauðvín, súkkulaði og osta!
Matur
Fyrir 1 viku

Okureyjan Ísland: Dýrt skyr í Staðarskála – Hvað skyldi það kosta án rjóma?

Okureyjan Ísland: Dýrt skyr í Staðarskála – Hvað skyldi það kosta án rjóma?