fbpx
Föstudagur 19.júlí 2019  |
Matur

Þetta borðaði Þórdís Kolbrún rétt áður en hún tók við dómsmálaráðuneytinu

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Laugardaginn 16. mars 2019 17:12

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fréttablaðið tekur nokkra vini og ættingja Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur tali í helgarblaðinu, en það hefur líklegast ekki farið framhjá neinum að Þórdís Kolbrún tók við dómsmálaráðneytinu fyrir helgi, ofan á vinnu sína í ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunar­ráðuneyti.

Meðal þeirra sem Fréttablaðið tala við er Ásgeir H. Reykfjörð, bróðir Þórdísar og framkvæmdastjóri hjá Kviku banka, sem hefur ekkert nema gott um systur sína að segja.

„Það kemur mér ekki á óvart að samstarfsfélagar Dísu skuli leita til hennar þegar þörf krefur. Það er gott að leita til hennar. Hún er traust, einlæg og fylgin sér. Það fólk sem fylgist með henni í stjórnmálum er ekki að horfa á einhvern leika hlutverkið, svona er hún. Verkefni hennar og ríkisstjórnarinnar eru mörg og töluverð óvissa í málaflokkum sem hún ber ábyrgð á. Hún hefur í kringum sig góða ráðgjafa, Ólaf Teit [Guðnason], Hildi [Sverrisdóttur] og fleiri. Hún er einstaklega vel gift og fjölskyldur þeirra hjóna veita þeim mikinn stuðning svo að ég veit að hún mun gera þetta vel,“ segir hann.

Þá ljóstrar Ásgeir því upp hvað Þórdís Kolbrún borðaði rétt áður en hún tók við dómsmálaráðuneytinu.

„Hún er gædd þeim hæfileika að geta útilokað smáatriði og mjög fátt kemur henni úr jafnvægi. Þegar hún var smákrakki þá gat maður leyst flest mál með því að setja Cheerios á borðið. Það virðist enn þá hafa róandi áhrif á hana. Daginn sem hún tók við dómsmálaráðuneytinu þá heyrði ég í henni símleiðis borðandi Cheerios á leiðinni á Bessastaði í ráðherrabílnum. Það kom mér heldur ekki á óvart.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Bættu baðherbergið
Matur
Fyrir 1 viku

Ertu í megrun? Fáðu þér þá rauðvín, súkkulaði og osta!

Ertu í megrun? Fáðu þér þá rauðvín, súkkulaði og osta!
Matur
Fyrir 1 viku

Okureyjan Ísland: Dýrt skyr í Staðarskála – Hvað skyldi það kosta án rjóma?

Okureyjan Ísland: Dýrt skyr í Staðarskála – Hvað skyldi það kosta án rjóma?