fbpx
Mánudagur 19.ágúst 2019  |
Matur

10 hlutir sem þú vissir ekki um M&M

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Föstudaginn 15. mars 2019 19:30

M&M klikkar ekki.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

M&M sælgætistöflurnar eru gríðarlega vinsælar um heim allan og í uppáhaldi hjá mörgum. En hversu vel þekkir þú þetta eftirlætis nammi margra?

Selt í hólkum

M&M var upprunalega selt í hólkum því þá var auðvelt að flytja hólkana til hermanna í seinni heimsstyrjöldinni. Árið 1948 reyndist ódýrara að pakka töflunum í poka og því var það gert, og er enn gert í dag.

Misstu af frægðinni

Leikstjórinn Steven Spielberg vildi nota M&M í kvikyndinni sinni, E.T. sem kom út árið 1982. Mars, fyrirtækið á bak við M&M, leyfði það ekki því forsvarsmenn fyrirtækisins héldu að myndin myndi bíða afhroð í kvikmyndahúsum. Reese‘s Pieces-nammið var notað í staðinn í myndinni og jókst sala á sælgætinu gríðarlega fyrstu mánuðina eftir frumsýningu E.T.

Mars og Murrie

Forrest Mars, sonur Forrest Mars, stofnanda Mars, tók höndum saman við Bruce Murrie, son William Murrie, forstjóra Hershey‘s. Saman fengu þeir hugmyndina að því að setja harða skel utan um Hershey‘s súkkulaði og þannig fæddist M&M. M&M stendur því fyrir Mars og Murrie.

Smarties var innblásturinn

Smarties var sett á markað árið 1937 vegna þess hve erfitt var að borða súkkulaði í sumarhitanum. Það var hins vegar lítið mál þegar það var húðað með harðri skel. Mars fannst þetta frábær hugmynd og þróuðu þess vegna M&M.

Tveir milljarðar á dag

Aðalverksmiðja M&M er í New Jersey í Bandaríkjunum. Á hefðbundnum vinnudegi, eða á átta klukkustundum, eru framleiddar tveir milljarðar M&M sælgætispilla.

M-ið stimplað á nammið

Það var ekki fyrr en árið 1949 sem byrjað var að stimpla M á pillurnar og er það enn gert í dag.

Beðið eftir hnetunum

Hefðbundnar M&M pillur eru mjög vinsælar, en einnig þær sem eru fylltar með hnetum. Hnetu M&M kom ekki á markað fyrr en árið 1954.

Geimfarar elska M&M

Vinsælasta nammið hjá NASA er M&M.

Karakterar kynntir til sögunnar

Teiknimyndafígúrurnar sem túlka hvern lit í M&M pokanum komu ekki fram á sjónarsviðið fyrr en árið 1972 og hjálpuðu mikið til í allri markaðssetningu á namminu.

Við viljum blátt

Bláu M&M pillurnar voru ekki alltaf í pokanum. Árið 1995 voru Bandaríkjamenn beðnir um að kjósa nýjan lit í M&M flóruna og þá varð blár fyrir valinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Matur
Fyrir 1 viku

Þetta er ástæðan fyrir því að þú skoðar kaffivél áður en þú notar hana

Þetta er ástæðan fyrir því að þú skoðar kaffivél áður en þú notar hana
Matur
Fyrir 1 viku

Kökur sem misheppnuðust alveg rosalega

Kökur sem misheppnuðust alveg rosalega
Matur
Fyrir 1 viku

Sjö ástæður til þess að borða jarðaber

Sjö ástæður til þess að borða jarðaber
Matur
Fyrir 1 viku

Klístraðir kanilsnúðar fyrir alla fjölskylduna

Klístraðir kanilsnúðar fyrir alla fjölskylduna
Matur
Fyrir 2 vikum

Sex smoothie-skálar sem þú verður að gera í sumar

Sex smoothie-skálar sem þú verður að gera í sumar
Matur
Fyrir 2 vikum

Gott með grillinu um verslunarmannahelgina

Gott með grillinu um verslunarmannahelgina