fbpx
Mánudagur 19.ágúst 2019  |
Matur

Uppskrift að LOL afmælisköku

Fríða B. Sandholt
Fimmtudaginn 14. mars 2019 17:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Dóttir mín hélt upp á 8 ára afmælið sitt um daginn og hún var ákveðin í því að hafa LOL afmælisköku. Hún var reyndar líka alveg harðákveðin í því að skreyta súkkulaði kökuna sína alveg sjálf og fékk hún að sjálfsögðu að gera það.
En þar sem hún ákvað hvernig súkkulaði kakan ætti að vera og sá alveg sjálf um að skreyta hana, þá varð ég að gera nýja uppskrift af köku sem ég gæti bakað og skreytt, því að okkur fannst ekki alveg ganga upp að hafa tvær súkkulaði kökur, sérstaklega þar sem hennar kaka var á þrem hæðum 😉

En ég endaði á því að baka köku úr ljósum svampbotnum og á milli hafði ég ótrúlega einfalt en gott súkkulaði krem og saltkaramellu.

Hér kemur uppskriftin af kökunni sem ég gerði.

Ég var með tvær tegundir af svampbotnum, annarsvegar með súkkulaði og hinsvegar ósköp venjulega svampbotna.

Svampbotnar með súkkulaði:
4 stk egg
140gr. sykur
85gr. hveiti
1 tsk lyftiduft
100 gr. suðusúkkulaði

Egg og sykur þeytt mjög vel saman. Hveitið og lyftiduftið sigtað og blandað varlega saman við með sleikju. Suðusúkkulaðið er saxað niður og bætt varlega út í blönduna með sleikju.
Bakað í tveimur 26cm hringformum við 210°c í c.a. 8 mínútur á blæstri.
Súkkulaðikrem:
Aðferð: Rjóminn er hitaður að suðu og svo hellt yfir súkkulaðidropana. Hrært í þar til allir droparnir eru alveg bráðnaðir. Gott er að láta blönduna kólna aðeins áður en henni er hellt yfir kökuna.

Svampbotnar:
5 egg
70 gr kartöflumjöl
70 gr hveiti
1 tsk lyftiduft
Egg og sykur þeytt mjög vel saman
Þurrefnin sigtuð og bætt varlega saman við með sleif.
bakað í tveimur 26cm hringformum við 200°c í ca 10 – 15 mín.
2 dl rjómi
200 gr sykur

Súkkulaðikrem (á milli botnanna)

5 dl rjómi

1 pakki royal búðingur með súkkulaðibragði

2 msk flórsykur

Allt sett í hrærivélaskál og þeytt vel saman

Til að hafa kremið þynnra er hægt að nota minna af royal búðingi.

Einnig  er hægt að skipta súkkulaðibúðingnum út fyrir hvaða royal búðing sem er, t.d. jarðaberja eða sítrónu.

Smjörkrem:

(Utan á kökuna)

500 gr. íslenskt smjör við stofuhita

500 gr. flórsykur

3-4 dropar vanilludropar

Matarlitur eftir smekk (ég notaði bleikann matarlit frá Wilton)

Smjörið er þeytt mjög vel og þegar það er orðið ljóst og létt er flórsykrinum bætt hægt saman við og þeytt vel saman. Þá er vanilludropunum bætt út í kremið og að lokum matarlitnum.

Súkkulaðibráð (Ganache):

2 dl rjómi

400 gr bleikir candy melts súkkulaðidropar

Rjóminn hitaður að suðu og svo hellt yfir súkkulaðidropana.

Saltkaramelluna keypti ég tilbúna.

Þegar kakan er sett saman, þá er botnunum raðað til skiptis, fyrst svampbotn og á yst á hann er settur hringur af súkkulaðikreminu með sprautupoka og svo saltkaramellan sett í miðjuna, þar ofan á er settur svampbotn með súkkulaði og svo er gert eins, súkkulaði kremið sett með sprautupoka allann hringinn og saltkaramellan sett í miðjuna og svo koll af kolli.

Hér sést hvernig ég set kremið á kantana á botnunum og saltkaramelluna í miðjuna

Þetta er saltkaramellan sem ég notaði á kökuna.

Þegar efsti (fjórði) botninn er kominn á kökuna, er smjörkreminu smurt bæði ofan á kökuna og á hliðarnar. Gott er að setja fyrst eina umferð af smjörkremi og kæla svo kökuna í c.a. 30 mínútur og setja svo aðra umferð af smjörkremi og slétta vel úr því með spaða. Þegar kremið er orðið slétt er kakan kæld í ísskáp á meðan súkkulaðibráðin er búin til. Hellið súkkulaðibráðinni yfir kökuna og að lokum er kakan skreytt að vild. Ég notaði makkarónukökur, nokkra bleika sleikjópinna, hvítt kökuskraut sem ég stráði yfir og LOL kúlu sem afmælisbarnið fékk svo að sjálfsögðu að eiga 🙂

Að lokum eru svo tvær myndir af súkkulaðikökunni sem 8 ára dóttir mín útfærði og skreytti alveg sjálf.

Færslan er skrifuð af Fríðu B. Sandholt og birtist upphaflega á heimasíðu hennar. 

Ásamt því að skrifa pistla hér á bloggsíðuna mína, þá er ég líka með instagram og eins held ég úti opnum snapchat reikningi og ykkur er velkomið að fylgja mér þar ef þið hafið áhuga
 
Instagram: fridabsandholt

 

Snapchat: fridabsandholt
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Matur
Fyrir 1 viku

Þetta er ástæðan fyrir því að þú skoðar kaffivél áður en þú notar hana

Þetta er ástæðan fyrir því að þú skoðar kaffivél áður en þú notar hana
Matur
Fyrir 1 viku

Kökur sem misheppnuðust alveg rosalega

Kökur sem misheppnuðust alveg rosalega
Matur
Fyrir 1 viku

Sjö ástæður til þess að borða jarðaber

Sjö ástæður til þess að borða jarðaber
Matur
Fyrir 1 viku

Klístraðir kanilsnúðar fyrir alla fjölskylduna

Klístraðir kanilsnúðar fyrir alla fjölskylduna
Matur
Fyrir 2 vikum

Sex smoothie-skálar sem þú verður að gera í sumar

Sex smoothie-skálar sem þú verður að gera í sumar
Matur
Fyrir 2 vikum

Gott með grillinu um verslunarmannahelgina

Gott með grillinu um verslunarmannahelgina