fbpx
Mánudagur 19.ágúst 2019  |
Matur

Margir ketóliðar kvarta yfir þessu vandamáli á klósettinu

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 14. mars 2019 19:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ketó-mataræði er gríðarlega vinsælt um þessar mundir en því fylgja einhverjar aukaverkanir. Eins og ketó-flensa, andremma og höfuðverkir. Einnig upplifa sumar konur eitthvað sem er kallað ketó-klof.

Í rauninni er ketó-mataræði frábært fyrir þyngdartap en því fylgja margar mjög óþægilegar aukaverkanir. Enn annar fylgikvillinn er hægðatregða.

Sjá einnig: Ketó-klof er eitthvað sem þú verður að lesa um

Af hverju næ ég ekki að kúka á ketó?

Ketó-hægðatregða er sársaukafull og óþægileg, en því miður hluti af lífsstílnum fyrir marga ketóliða. Ef þú ert á ketó og nærð ekki að kúka þá er þetta líklegast ástæðan.

„Þegar þú breytir mataræðinu þínu á róttækan hátt, eins og með ketó, þá mun það hafa áhrif á meltinguna,“ segir Barbie Boules, RD, hjá Longevity Nutrition við Women’s Health Magazine.

„Vegna þess að ketó-mataræði er svo ólíkt því sem fólk borðar venjulega, þá getur það orsakað loft, þembu, hægðartregðu og/eða niðurgang.“

Barbie segir að niðurgangur sé algengari en hægðatregða hjá fólki á ketó. En því meira magn af próteini sem fólk borðar, því líklegra er það til að fá hægðatregðu. Skortur á trefjum í ketó-mataræði spilar þar einnig stórt hlutverk.

Er þetta vandamál bara fyrir ketóliða? 

Nei, þetta á við um flest lágkolvetnamataræði. Vandamálið er að matur sem er trefjaríkur eins og ávextir, heilkorn og baunir, er einnig kolvetnaríkur.

Hvað get ég gert?

Ketó-mataræði virkar vel fyrir marga en alls ekki alla. En ef þú ert harðákveðinn í að láta ketó ganga upp þá hefurðu nokkra möguleika.

„Borðaðu allt það grænmeti sem þú getur – eða allavega eins mikið og þú mátt. Eins og grænkál, aspas og sveppi. Drekktu nóg af vatni og hreyfðu þig. Þú getur einnig prófað að bæta við psyllium husk bætiefni í vatnið þitt, um eina til tvær matskeiðar blandað í vatn á hverjum degi,“ segir Barbie Boules.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Matur
Fyrir 1 viku

Þetta er ástæðan fyrir því að þú skoðar kaffivél áður en þú notar hana

Þetta er ástæðan fyrir því að þú skoðar kaffivél áður en þú notar hana
Matur
Fyrir 1 viku

Kökur sem misheppnuðust alveg rosalega

Kökur sem misheppnuðust alveg rosalega
Matur
Fyrir 1 viku

Sjö ástæður til þess að borða jarðaber

Sjö ástæður til þess að borða jarðaber
Matur
Fyrir 1 viku

Klístraðir kanilsnúðar fyrir alla fjölskylduna

Klístraðir kanilsnúðar fyrir alla fjölskylduna
Matur
Fyrir 2 vikum

Sex smoothie-skálar sem þú verður að gera í sumar

Sex smoothie-skálar sem þú verður að gera í sumar
Matur
Fyrir 2 vikum

Gott með grillinu um verslunarmannahelgina

Gott með grillinu um verslunarmannahelgina