fbpx
Mánudagur 19.ágúst 2019  |
Matur

Guðfinna komin á ketó: Fimm kíló farin á þremur vikum – Vill setja alla á ketó til að sporna við offitu

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Miðvikudaginn 13. mars 2019 11:00

Guðfinna fer létt með að ná sínum markmiðum.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég verð fimmtug eftir mánuð og fyrir ári síðan ákvað ég að ná þremur markmiðum fyrir afmælið. Í fyrsta lagi ætlaði ég að safna hári. Það hefur tekist. Ég ætlaði líka að koma mér í form og það gengur ágætlega og síðan ætlaði ég að missa tíu kíló,“ segir Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir, fyrrverandi borgarfulltrúi og lögmaður, í samtali við Fréttablaðið.

Guðfinna er eins og margir Íslendingar á ketó mataræðinu, en hún byrjaði á því til að reyna að ná ofangreindum markmiðum fyrir fimmtugt.

„Þegar það voru átta vikur í afmælið ákvað ég að prófa bara þetta ketó. Það hlyti að virka,“ segir Guðfinna, en hún er búin að missa fimm kíló á þremur vikum. „Ég var með ákveðna fordóma gagnvart ketó vegna þess að ég leit bara á þetta eins og hvern annan megrunarkúr.“

Þeir sem borða eftir ketó borða oft mikið kjöt, en Guðfinna hefur ekki gert það svo áratugum skiptir.

„Ég borða alveg mjólkurvörur, fisk og egg en ekki kjöt og hef ekki gert það síðan ég var sextán ára. Þá var ég að vinna á hamborgarastað og fékk bara ógeð á kjöti fyrir lífstíð. Mig hefur aldrei langað í kjöt síðan þá. Þetta er samt svolítið einhæft sem ég er búin að vera að borða síðustu þrjár vikurnar þannig að ég þarf að fara að læra fleiri uppskriftir en ég tók þetta bara með því hugarfari að þetta ætti að vera skemmtilegt og að ég ætlaði að hafa gaman af þessu,“ segir Guðfinna.

Hún vill að öll íslenska þjóðin verði sett á ketó mataræðið.

„Fyrstu dagarnir fara í smá heilaþoku en svo verður maður bara rosalega orkumikill. Vegna þess að maður borðar miklu minna og þá líður manni miklu betur en þegar maður er einhvern veginn alltaf að hrúga í sig sykri, Snickers og einhverju þannig, allan daginn. Þetta er bara frábært. Það á bara að setja íslensku þjóðina, sem er orðin allt of þung, á ketó í nokkra mánuði.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Matur
Fyrir 1 viku

Þetta er ástæðan fyrir því að þú skoðar kaffivél áður en þú notar hana

Þetta er ástæðan fyrir því að þú skoðar kaffivél áður en þú notar hana
Matur
Fyrir 1 viku

Kökur sem misheppnuðust alveg rosalega

Kökur sem misheppnuðust alveg rosalega
Matur
Fyrir 1 viku

Sjö ástæður til þess að borða jarðaber

Sjö ástæður til þess að borða jarðaber
Matur
Fyrir 1 viku

Klístraðir kanilsnúðar fyrir alla fjölskylduna

Klístraðir kanilsnúðar fyrir alla fjölskylduna
Matur
Fyrir 2 vikum

Sex smoothie-skálar sem þú verður að gera í sumar

Sex smoothie-skálar sem þú verður að gera í sumar
Matur
Fyrir 2 vikum

Gott með grillinu um verslunarmannahelgina

Gott með grillinu um verslunarmannahelgina