fbpx
Þriðjudagur 19.mars 2019
Matur

Brjálaður borgarstjóri segir að spagettí Bolognese sé ekki til: „Talandi um falsfréttir“

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Miðvikudaginn 13. mars 2019 09:00

Virginio er ekki skemmt.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rétturinn spagettí Bolognese er vinsæll um heim allan og minnir um margt á hakk og spagettí, þar sem kjötblanda er sett ofan á spagettí á disk og herlegheitin borin fram. Í flestum stórmörkuðum er meira að segja hægt að kaupa tilbúið spagettí Bolognese eða í það minnsta kryddblöndu til að auðvelda fólki eldamennskuna.

Virginio Merola, borgarstjóri ítölsku borgarinnar Bologna, segir réttinn hins vegar ekki vera til og kallar hann falsfréttir. Virginio tilkynnti það á Twitter fyrir stuttu að hann leitaði að myndum af spagettí Bolognese um heim allan og bætti svo við: „Talandi um falsfréttir.“

Virginio ætlar að safna myndum fyrir sýningu í nýjum matarskemmtigarði og hefur nú þegar borist myndir frá Austurríki, Bretlandi og Austur-Evrópu.

Margir telja að spagettí Bolognese sé í raun frá borginni Bologna á Ítalíu, en Virginio segir svo ekki vera.

„Spagettí Bolognese er í rauninni ekki til en er samt frægur réttur um heim allan,“ segir Virginio í samtali við ítölsku útvarpsstöðina RAI. „Við viljum frekar að heimurinn viti að tagliatelle, tortellini og lasagna kemur frá Bologna,“ bætir hann við

„Það er skrýtið að vera heimsfræg fyrir rétt sem er ekki okkar,“ segir hann í samtali við Telegraph.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Matur
Fyrir 4 dögum

Þessar gömlu, góðu: Ketó-pönnsur með rjóma og sultu

Þessar gömlu, góðu: Ketó-pönnsur með rjóma og sultu
Matur
Fyrir 4 dögum

Þórarinn er maðurinn á bak við Megaviku – Hatrammar deilur í stjórn: „Ákveðnir aðilar sóttu stíft á mig að hækka verðið“

Þórarinn er maðurinn á bak við Megaviku – Hatrammar deilur í stjórn: „Ákveðnir aðilar sóttu stíft á mig að hækka verðið“
Matur
Fyrir 5 dögum

Ed Sheeran opnar veitingastað

Ed Sheeran opnar veitingastað
Matur
Fyrir 5 dögum

Guðfinna komin á ketó: Fimm kíló farin á þremur vikum – Vill setja alla á ketó til að sporna við offitu

Guðfinna komin á ketó: Fimm kíló farin á þremur vikum – Vill setja alla á ketó til að sporna við offitu
Matur
Fyrir 1 viku

Hætti á ketó og sukkaði í fríinu: Svona kemur hún sér aftur í ketósis

Hætti á ketó og sukkaði í fríinu: Svona kemur hún sér aftur í ketósis
Matur
Fyrir 1 viku

Þú verður að þrífa avókadó áður en þú borðar það: Þetta er ástæðan

Þú verður að þrífa avókadó áður en þú borðar það: Þetta er ástæðan