fbpx
Fimmtudagur 23.maí 2019
Matur

Brjálaður borgarstjóri segir að spagettí Bolognese sé ekki til: „Talandi um falsfréttir“

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Miðvikudaginn 13. mars 2019 09:00

Virginio er ekki skemmt.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rétturinn spagettí Bolognese er vinsæll um heim allan og minnir um margt á hakk og spagettí, þar sem kjötblanda er sett ofan á spagettí á disk og herlegheitin borin fram. Í flestum stórmörkuðum er meira að segja hægt að kaupa tilbúið spagettí Bolognese eða í það minnsta kryddblöndu til að auðvelda fólki eldamennskuna.

Virginio Merola, borgarstjóri ítölsku borgarinnar Bologna, segir réttinn hins vegar ekki vera til og kallar hann falsfréttir. Virginio tilkynnti það á Twitter fyrir stuttu að hann leitaði að myndum af spagettí Bolognese um heim allan og bætti svo við: „Talandi um falsfréttir.“

Virginio ætlar að safna myndum fyrir sýningu í nýjum matarskemmtigarði og hefur nú þegar borist myndir frá Austurríki, Bretlandi og Austur-Evrópu.

Margir telja að spagettí Bolognese sé í raun frá borginni Bologna á Ítalíu, en Virginio segir svo ekki vera.

„Spagettí Bolognese er í rauninni ekki til en er samt frægur réttur um heim allan,“ segir Virginio í samtali við ítölsku útvarpsstöðina RAI. „Við viljum frekar að heimurinn viti að tagliatelle, tortellini og lasagna kemur frá Bologna,“ bætir hann við

„Það er skrýtið að vera heimsfræg fyrir rétt sem er ekki okkar,“ segir hann í samtali við Telegraph.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Matur
Fyrir 1 viku

Þetta gerist ef þú snýrð popp pokanum vitlaust í örbylgjuofninum

Þetta gerist ef þú snýrð popp pokanum vitlaust í örbylgjuofninum
Matur
Fyrir 1 viku

Svali lifir tvöföldu lífi: Íslendingar í sjokki – „Veit Kveikur af þessu?“

Svali lifir tvöföldu lífi: Íslendingar í sjokki – „Veit Kveikur af þessu?“
Matur
Fyrir 1 viku

Léttir réttir til að hringja inn sumarið – Drífðu þig inn í eldhús

Léttir réttir til að hringja inn sumarið – Drífðu þig inn í eldhús
Matur
Fyrir 1 viku

Sláandi myndband – Vinsælt eldunarsprey sagt valda sprengingum í eldhúsum – Bruni, blinda og afskræming

Sláandi myndband – Vinsælt eldunarsprey sagt valda sprengingum í eldhúsum – Bruni, blinda og afskræming
Matur
Fyrir 1 viku

Eiríkur bendir á stóran galla á flestum heimilum: „Mak­inn þarf nú, með troð­fullan mag­ann, að strita í nokkra klukku­tíma“

Eiríkur bendir á stóran galla á flestum heimilum: „Mak­inn þarf nú, með troð­fullan mag­ann, að strita í nokkra klukku­tíma“
Matur
Fyrir 2 vikum

Ótrúlegir snúðar sem æra óstöðuga – Sjáið uppskriftina

Ótrúlegir snúðar sem æra óstöðuga – Sjáið uppskriftina