fbpx
Þriðjudagur 19.mars 2019
Matur

Ekki fyrir viðkvæma: Asískur veitingastaður olli þeirra verstu martröð

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Þriðjudaginn 12. mars 2019 22:44

Þvílíkur viðbjóður.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kona nokkur í Shantou borg í Suður-Kína ákvað að panta mat í gegnum stafræna pöntunarþjónustu fyrir stuttu síðan. Hugsaði hún sér gott til glóðarinnar og ætlaði að gæða sér á dásamlegum andarétt í góðra vina hópi.

Konan og vinir hennar fengu hins vegar áfall þegar að maturinn frá asíska veitingastaðnum kom á staðinn. Einn vinurinn fékk nefnilega áfall þegar hann fann dauðan kakkalakka í matnum. Hann fjarlægði skordýrið en þá var ekki öll sagan sögð. Mætti segja að vinahópurinn hafi opnað algjöra ormagryfju.

Rétturinn skoðaður.

Konan heldur því fram samkvæmt grein Mirror að vinirnir hafi í kjölfarið skoðað réttinn betur og fundið hvern dauða kakkalakkann á fætur öðrum. Vinirnir notuðu prjóna til að veiða kakkalakkana úr matnum, en kakkalakkahræin virtust við fyrstu sýn vera andarkjöt.

Fullt af kakkalökkum.

Vinirnir halda því fram að þeir hafi fundið rúmlega fjörutíu kakkalakka í réttinum og röðuðu þeir hræjunum á hvítar pappírsþurrkur, eins og sést á myndunum.

Virkilega ógeðfellt.

Konan kvartaði við veitingastaðinn og lét yfirvöld vita. Í grein Mirror kemur fram að veitingastaðnum hafi verið lokað í fimmtán daga og að málið sé í rannsókn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Matur
Fyrir 4 dögum

Þessar gömlu, góðu: Ketó-pönnsur með rjóma og sultu

Þessar gömlu, góðu: Ketó-pönnsur með rjóma og sultu
Matur
Fyrir 4 dögum

Þórarinn er maðurinn á bak við Megaviku – Hatrammar deilur í stjórn: „Ákveðnir aðilar sóttu stíft á mig að hækka verðið“

Þórarinn er maðurinn á bak við Megaviku – Hatrammar deilur í stjórn: „Ákveðnir aðilar sóttu stíft á mig að hækka verðið“
Matur
Fyrir 1 viku

Hætti á ketó og sukkaði í fríinu: Svona kemur hún sér aftur í ketósis

Hætti á ketó og sukkaði í fríinu: Svona kemur hún sér aftur í ketósis
Matur
Fyrir 1 viku

Þú verður að þrífa avókadó áður en þú borðar það: Þetta er ástæðan

Þú verður að þrífa avókadó áður en þú borðar það: Þetta er ástæðan