fbpx
Þriðjudagur 18.júní 2019
Matur

Birtir myndir af öllu sem hún borðar: Ljóstrar upp ástæðunni – Hún er ekki sú sem þið haldið

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Þriðjudaginn 12. mars 2019 09:30

Lana opnar sig um líkamsímynd.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fylgjendur leikkonunnar og dansarans Lönu Condor hafa eflaust tekið eftir því að hún birtir einstaklega mikið magn af matarmyndum á Instagram, bæði á vegg sínum og í sögu. Það er ekki að ástæðulausu, eins og hún ljóstrar upp í viðtali við ELLE Canada.

Lana er nefnilega ekki að reyna að vera hefðbundinn áhrifavaldur og fá frítt út að borða hér og þar. Ástæðan fyrir þessu mikla magni af matarmyndum hefur að gera með að Lana vill berjast fyrir bættri líkamsímynd.

„Ég veit hvernig það er að vera með átröskun og líkamslýtaröskun – og ég veit líka hvernig er að eiga vini sem þjást af því. Ég held að það sé kominn tími til að láta fólki líða vel. Þú verður að borða. Þú verður að hætta að hugsa að einhver sérstök líkamstegund sé sú eina rétta, því það er ekki svo,“ segir Lana í viðtali við ELLE Canada. Hún hefur glímt við brotna sjálfsmynd og þess vegna birtir hún allar þessar matarmyndir.

View this post on Instagram

She’s a little extra 😉

A post shared by @ lanacondor on

„Það er ástæðan fyrir því að ég birti myndir af bókstaflega öllu sem ég borða.“

Fór eiginlega aldrei í partí

Lana þreytti frumraun sína á hvíta tjaldinu í X-Men: Apocalypse og landaði síðan aðalhlutverkinu í kvikmyndinni To All the Boys I’ve Loved Before, sem sýnd var í fyrra. Nýjasta verkefnið hennar er kvikmyndin Alita: Battle Angel og sjónvarpsserían Deadly Class. Í viðtalinu við ELLE segist hún ekki vera neitt eins og persónan sem hún lék í To All the Boys I’ve Loved Before þar sem hún hafi ekkert verið neitt sérstaklega vinsæl í grunnskóla.

„Ég fór eiginlega aldrei í partí,“ segir hún. „Ég hékk frekar með foreldrum mínum, borðaði góðan mat og horfði á mynd með þeim.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Matur
Fyrir 1 viku

Skortur á Nutella yfirvofandi

Skortur á Nutella yfirvofandi
Matur
Fyrir 1 viku

Þetta er ástæðan fyrir því að þú léttist ekki á ketó mataræðinu

Þetta er ástæðan fyrir því að þú léttist ekki á ketó mataræðinu
Matur
Fyrir 2 vikum

Íslenska matgæðinga langar að æla yfir rétt Magnúsar – Fiskikóngurinn forviða

Íslenska matgæðinga langar að æla yfir rétt Magnúsar – Fiskikóngurinn forviða
Matur
Fyrir 2 vikum

Sérðu blettina í múffunni? Miður geðslegt þegar betur er að gáð

Sérðu blettina í múffunni? Miður geðslegt þegar betur er að gáð
Matur
Fyrir 2 vikum

Einn bolli af bláberjum á dag kemur heilsunni í lag! Dregur töluvert úr líkunum á hjartaáfalli

Einn bolli af bláberjum á dag kemur heilsunni í lag! Dregur töluvert úr líkunum á hjartaáfalli
Matur
Fyrir 2 vikum

Er þetta versta nammið á Íslandi? „Þetta bragðast allt eins og matarlím“ – Taktu könnunina

Er þetta versta nammið á Íslandi? „Þetta bragðast allt eins og matarlím“ – Taktu könnunina
Matur
Fyrir 2 vikum

Það þarf bara eitt hráefni til að láta ódýran bjór vera góðan á bragðið

Það þarf bara eitt hráefni til að láta ódýran bjór vera góðan á bragðið
Matur
Fyrir 3 vikum

Hún byggði ferilinn upp á því að vera vegan – Heilsunni hrakaði og hún hætti á blæðingum: „Ég var mjög hrædd“

Hún byggði ferilinn upp á því að vera vegan – Heilsunni hrakaði og hún hætti á blæðingum: „Ég var mjög hrædd“