fbpx
Mánudagur 20.maí 2019
Matur

7 ótrúlegar leiðir til að nota sítrónur

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Mánudaginn 11. mars 2019 09:30

Sítrónur eru góðar og frískandi.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sítrónur eru frískandi og góðar í ýmiss konar matargerð. Þær eru hins vegar til margra hluta nytsamlegar og geta verið algjör bjargvættur í ýmsum aðstæðum.

1. Engir brúnir blettir, takk

Nokkrir dropar af nýkreistum sítrónusafa geta verndað ávexti eins og epli og banana þegar búið er að skera þá þannig að þeir verða ekki brúnir. Þetta virkar líka með grænmeti. Mundu þetta næst þegar þú ert að skipuleggja mat fyrir vikuna, nesti fyrir krakkana eða að undirbúa kvöldmatinn.

2. Hrísgrjón festast ekki saman

Settu nokkra dropa af sítrónusafa í vatnið sem þú sýður hrísgrjónin í og þau klessast ekki saman. Sniðugt!

3. Mjúkur púðursykur

Safinn er ekki bara frábær heldur er sítrónubörkur líka algjör snilld. Settu smá börk með púðursykrinum og hann verður ekki harður né hleypur í köggla.

4. Kálbjargvætturinn

Ef þú átt kál í ísskápnum sem þú ert að spá í að henda því það er frekar lint og litlaust gætirðu prófað að leggja það í bleyti í köldu vatni með hálfum bolla af sítrónusafa og kæla síðan í klukkutíma. Laufin koma endurnærð úr baðinu og þú spornar gegn matarsóun.

5. Fullkomin egg

Sumir vilja gera fullkomin, harðsoðin egg, en ef það gengur ekki sem best hjá þér geturðu prófað að pensla skurnina með smá sítrónusafa áður en eggin eru soðin. Sítrónusafinn spornar gegn því að skurnin brotni og gerir það auðveldara að taka hana af þegar að eggin eru tilbúin.

6. Fullkominn í kjötið

Sítrónusafi er frábær til að gera kjöt meyrt og gott, enda brýtur sýran í sítrónusafanum niður próteintrefjar í kjötinu. Prófið því að bæta sítrónusafa við marineringuna næst.

7. Salt er óþarfi

Smá sítrónusafi getur gjörbreytt máltíð og getur komið í staðinn fyrir salt hjá þeim sem þurfa að minnka saltneyslu. Prófaðu næst að sleppa því að salt matinn og kreistu frekar sítrónu yfir hann.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Matur
Fyrir 6 dögum

Leyndarmálið á bak við það að halda fullkomið Eurovision-partí

Leyndarmálið á bak við það að halda fullkomið Eurovision-partí
Matur
Fyrir 6 dögum

Heygafflar á loft – Blaðamaður New York Times í bobba: „Hvernig er hægt að svara þessu guðlasti?“

Heygafflar á loft – Blaðamaður New York Times í bobba: „Hvernig er hægt að svara þessu guðlasti?“
Matur
Fyrir 1 viku

Dásamlegur rækjuréttur sem sparar tíma en eykur gleði

Dásamlegur rækjuréttur sem sparar tíma en eykur gleði
Matur
Fyrir 1 viku

Fór á veitingastað í Reykjavík og var ekki skemmt: „Ég sagði þjóninum að þetta hefði stútað kvöldinu“ – Síðan kom grínið

Fór á veitingastað í Reykjavík og var ekki skemmt: „Ég sagði þjóninum að þetta hefði stútað kvöldinu“ – Síðan kom grínið