fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Matur

Páll keypti ungnautasnitsel: Brá í brún þegar hann eldaði kjötið

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Sunnudaginn 10. mars 2019 11:00

Sláandi munur.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Páll Jónsson keypti ungnautasnitsel í Krónunni í Lindum fyrir stuttu og ákvað að gera smá tilraun. Magnið sem hann keypti voru 426 grömm.

„Ég viktaði það og þetta reyndist rétt,“ segir Páll. „Ég skar þetta svo niður í gúllasbita og steikti á pönnu, og vatnssullið sem gúffaðist úr þessu. Ég hellti þrisvar sinnum af pönnunni,“ bætir Páll við. Þegar hann viktaði kjötið svo eftir steikingu brá honum heldur í brún.

Hér má sjá pakkninguna fyrir steikingu.

„Viktaði svo aftur. 255 grömm. Sem sagt, um 45% af þessu „kjöti“ sem mér var selt reyndist vera vatn.“

Páll rifjar síðan upp sögu í þessu samhengi um kynni hans við kennara í skóla sem var að vinna fyrir SÍF, Sölusamband íslenskra fiskframleiðenda á erlendum mörkuðum, fyrir rúmum áratug.

Hér má sjá kjötið eftir steikingu. Takið eftir tölunni á vigtinni.

„Hann hló að okkur Íslendingum og sagði okkur ekki vera að selja fisk heldur vatn. Fiskur og kjöt væri úðað með Polyfosfati sem bindur vatn í fiskinum og kjötinu, gerir fiskinn hvítan og kjötið rautt og fyllir allt af vatni sem við svo kaupum, eins og ég hérna á 3.159 krónur líterinn.“

„Vatn selt sem fiskur“

Passar þetta við umfjöllun DV árið 1997 undir fyrirsögninni „Vatn selt sem fiskur“. Í umfjölluninni kom fram að nokkur fyrirtæki í fiskvinnslu notuðu, samkvæmt heimildum DV, þá aðferð að baða fiskflök upp úr efnaflokknum polyfosfat til að fiskurinn tæki í sig vökva og væri þannig þyngri. Að auki fengi fiskurinn fallegri áferð og yrði hvítur. Var tekið dæmi um verðmætaaukningu fyrirtækis sem seldi afurðir fylltar af polyfosfati. Fyrir 500 milljónir á ári hagnaðist fyrirtækið um 25 milljónir króna með því að nota þessa aðferð án þess að gefa slíkt upp. Einnig var fjallað um þetta í Kompás árið 2007.

„Þetta er nú meiri aumingjaskapurinn í okkur íslenskum neytendum“

Páll deildi kjöttilraun sinni fyrst innan hópsins Matartips, en vill taka fram í samtali við DV að hann hafi ávallt fengið gott kjöt í Krónunni og því sé þetta ekki áfellisdómur yfir kjötið þar í heild sinni, heldur tækifæri til að opna umræðuna um notkun polyfosfats í kjöti og fiski.

„Þetta er nú meiri aumingjaskapurinn í okkur íslenskum neytendum að láta fara svona með okkur,“ skrifar Páll inni í hópnum Matartips, og viðbrögðin láta ekki á sér standa.

Margir mæla með því að versla kjöt beint frá bónda, til dæmis í gegnum REKO-þjónustuna sem gengur út á milliliðalaus viðskipti milli neytenda/veitingamanna og bænda/heimavinnsluaðila/smáframleiðenda. Þá eru einhverjir sem mæla einnig með kjötinu í Costco.

„Í alvöru, eftir að ég fór að versla kjötið hjá Costco, hætti kjötið að synda skriðsund í pönnunni,“ skrifar einn meðlimur hópsins.

Einhverjir telja að vatnsmagnið sé hægt að útskýra vegna eldunaraðferðar og gæti því verið eðlilegt. Sumum meðlimum hins vegar blöskrar niðurstaða þessarar óvísindalegu tilraunar Páls.

„Þetta hefur verið svona lengi. Útþynntur fiskur og 80% kjúklingabringur (what?) Svo maður minnist ekki á 4 flokks hundafæðis draslið sem okkur er selt á okurverði undir nafninu grænmeti og ávextir. Eftir að hafa búið erlendis þá er alveg ljóst að okkur er selt það sem er hent annars staðar. Og með fiskinn.. Ég fékk betri fisk inni í miðju Englandi, gat valið fisk frá Færeyjum, Islandi, Noregi og fleiri löndum á lókal markaðnum. Til að toppa það þá var verðið 1/3 upp í helming af verðinu hér,“ skrifar einn meðlimur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
20.12.2023

Grillaður hunangshjúpaður hestshaus með sinnepsfræjum, villihvítlauk og blóðbergi

Grillaður hunangshjúpaður hestshaus með sinnepsfræjum, villihvítlauk og blóðbergi
Matur
07.12.2023

Hátíðarbakkinn

Hátíðarbakkinn
Matur
04.11.2023

Djúsí beikonborgari með mozzarella fyllingu

Djúsí beikonborgari með mozzarella fyllingu
Matur
03.11.2023

Kjúklingalasagna sem allir elska

Kjúklingalasagna sem allir elska
Matur
20.10.2023

Salat með byggi, sætum kartöflum, graskersfræjum og hvítlauk

Salat með byggi, sætum kartöflum, graskersfræjum og hvítlauk
Matur
19.10.2023

Bragðmikil sveppasúpa

Bragðmikil sveppasúpa