fbpx
Þriðjudagur 23.apríl 2019
Matur

Lára Björg: „Komin með nóg af þessum ofsóknum og lygum gegn brauði“

Ritstjórn DV
Laugardaginn 9. febrúar 2019 10:00

Lára elskar brauð.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Sagðist borða brauð í flest mál í mötuneytinu og hefði allt eins getað tekið upp nál og sprautað heróíni í augað á mér miðað við viðbrögðin. Komin með nóg af þessum ofsóknum og lygum gegn brauði. Í alvöru. #teambrauð.“

Svona hefjast Twitter-hugleiðingar Láru Bjargar Björnsdóttur, upplýsingafulltrúa ríkisstjórnarinnar, um brauð, ást hennar á brauði og aðförinni gegn hveitimetinu.

„Og hví eru alltaf þessir djöfulsins kúrar sem allir eru á svo endalaust málið og enginn pönkast í þeim en gamla góða brauðið? Nei þú getur allt eins sagst drekka bensín eins og að rista þér vesæla brauðsneið,“ heldur Lára Björg áfram og hefur greinilega fengið nóg.

„Og síðan er fólk að sprauta sig með rjóma og sleppa átján þúsund fæðutegundum og það er allt gott og blessað. En brauðskorpa? Nei, nei, þá hættir fólk að horfa í augun á þér og færir sig þegar þú sest með matarbakkann. #lygarogofsóknirsegiég.“

Á móti brauðrasisma

Ef marka má athugasemdir við Twitter-færslu Láru eru margir henni sammála, þar á meðal Óli Kristján Ármansson, ráðgjafi hjá KOM og fyrrverandi fjölmiðlamaður.

„Tengi. Og er líka á móti brauðrasisma þar sem heilhveiti er sett á einhvern stall. #teambrauð #franskbrauðerfínt.“

Guðrún Hálfdánardóttir, blaðamaður á Morgunblaðinu, tekur í sama streng.

„Ég borða brauð og já bara eiginlega allt sem mér dettur í hug og er gjörsamlega búin að fá nóg af endalausum kúrafréttum.“

Samkvæmt skýrslu Facebook yfir tískustrauma ársins 2019 mun árið einkennast af brauði og endurkomu þessa vinsæla matvælis. Lára og félagar hennar geta því glaðst yfir því, enda ef það gerðist ekki á Facebook þá er það ekki satt.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Matur
Fyrir 2 dögum

Algeng mistök í eldhúsinu – Þú hefur örugglega gert nokkur af þeim

Algeng mistök í eldhúsinu – Þú hefur örugglega gert nokkur af þeim
Matur
Fyrir 3 dögum

Hægeldað páskalamb sem svíkur engan – Sjáið uppskriftina

Hægeldað páskalamb sem svíkur engan – Sjáið uppskriftina
Matur
Fyrir 6 dögum

Hversu mikið af veitingum þarf fyrir veisluna?

Hversu mikið af veitingum þarf fyrir veisluna?
Matur
Fyrir 6 dögum

5 sekúndna ketó ís – Það eina sem þarf eru 2 hráefni

5 sekúndna ketó ís – Það eina sem þarf eru 2 hráefni
Matur
Fyrir 1 viku

Átta hugtök sem næringarfræðingar þola ekki að heyra

Átta hugtök sem næringarfræðingar þola ekki að heyra
Matur
Fyrir 1 viku

Hún gerði afdrifarík mistök í þynnkunni: „Það er hættulegt að borða hollt“

Hún gerði afdrifarík mistök í þynnkunni: „Það er hættulegt að borða hollt“