fbpx
Sunnudagur 18.ágúst 2019  |
Matur

Stórtíðindi: Þetta er sjaldgæfasti liturinn í M&M pokanum

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Föstudaginn 8. febrúar 2019 17:00

Þvílíkar upplýsingar!

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Síðan árið 1995 hafa verið sex litir í hefðbundnum poka af M&M: brúnn, gulur, grænn, rauður, appelsínugulur og blár.

Árið 1997 setti fyrirtækið Mars, sem framleiðir M&M, upplýsingar á heimasíðu sína um hlutfall hvers litar í pokum af upprunalegu M&M-pillunum, sem sagt pillum sem eru ekki fylltar með neinu, svo sem hnetusmjöri eða hnetum. Þá voru hlutföllin á þessa leið: 30% brúnn, 20% gulur, 20% rauður, 10% appelsínugulur, 10% grænn og 10% blár. Brúnn var sem sagt algengasti liturinn.

Rúmlega áratugi síðar, eða árið 2008, var hlutföllunum breytt í eftirfarandi: 24% blár, 20% appelsínugulur, 16% grænn, 14% gulur, 13% rauður og 13% brúnn. Allt í einu var brúnn orðinn óalgengastur ásamt rauða litnum.

Einn daginn hvarf þessi tölfræði af heimasíðu Mars. Því ákvað tölfræðingurinn Rick Wicklin að taka málin í sínar hendur árið 2017. Í nokkrar vikur taldi hann M&M-pillur úr stórri krukku á kaffistofunni á skrifstofunni í hugbúnaðarfyrirtækinu þar sem hann vann. Á þessum tíma taldi Rick 712 pillur og voru hlutföllin 19.5% grænn, 18.7% appelsínugulur, 18.7% blár, 15.1% rauður, 14.5% gulur og 13.5% brúnn.

Rick ákvað í kjölfarið að hafa samband við höfuðstöðvar Mars og sýna þeim niðurstöður sínar. Þá ljóstraði upplýsingafulltrúi Mars upp að M&M-pillurnar væru framleiddar í tveimur mismunandi verksmiðjum i Bandaríkjunum – önnur í New Jersey og hin í Tennessee. Að auki kom á daginn að mismunadi væri eftir verksmiðjum hvernig litaskiptingin væri.

Mars sendi gögn á Rick sem sýndu að hans niðurstöður rímuðu við litaskiptingu í verksmiðjunni í Tennessee. Annað var uppi á teningnum í New Jersey, en þar er litahlutfallið 25% blár, 25% appelsínugulur, 12.5% grænn, 12.5% rauður, 12.5% gulur og 12.5% brúnn.

Þetta sýnir því að liturinn sem áður var algengastur, sem sagt brúnn, er nú sjaldgæfastur á öllum vígstöðum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Matur
Fyrir 1 viku

Þið trúið því ekki úr hverju þetta snakk er búið til – Uppskrift

Þið trúið því ekki úr hverju þetta snakk er búið til – Uppskrift
Matur
Fyrir 1 viku

Klárlega langbesta skúffukakan

Klárlega langbesta skúffukakan
Matur
Fyrir 1 viku

Heimsfrægur kjúklingaréttur settur í hollan búning: „Það gerist varla meira ketó“

Heimsfrægur kjúklingaréttur settur í hollan búning: „Það gerist varla meira ketó“
Matur
Fyrir 1 viku

Veitingastaðir í Reykjavík tilbúnir með tómatsósu fyrir Ed Sheeran

Veitingastaðir í Reykjavík tilbúnir með tómatsósu fyrir Ed Sheeran
Matur
Fyrir 1 viku

Bestu vöfflur í heimi

Bestu vöfflur í heimi
Matur
Fyrir 1 viku

Gómsæt súkkulaðikaka með Dumle fyllingu og karamellukremi

Gómsæt súkkulaðikaka með Dumle fyllingu og karamellukremi
Matur
Fyrir 2 vikum

Gómsætar 20 mínútna vegan máltíðir

Gómsætar 20 mínútna vegan máltíðir
Matur
Fyrir 2 vikum

Svona byrjar þú á ketó: „Undirbúðu þig fyrir ketó flensu“

Svona byrjar þú á ketó: „Undirbúðu þig fyrir ketó flensu“