fbpx
Miðvikudagur 24.apríl 2019
Matur

10 réttir sem þjónar og kokkar panta aldrei á veitingastöðum

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Föstudaginn 8. febrúar 2019 20:30

Varist þessa rétti.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á samfélagsmiðlinum Reddit hafa skapast miklar umræður meðal þjóna, barþjóna og kokka um hvaða rétti þeir panta aldrei á veitingastöðum. Þar kennir svo sannarlega ýmissa grasa.

Fullkomin gróðarastía

„Hollandaise-sósa er búin til úr hráu eggi og smjöri sem er hitað nóg til að sósan þykkni en ekki nóg til að eggin eldist. Þetta er fullkomin gróðarastía fyrir bakteríur ef sósunni er ekki hent í ruslið á fjögurra tíma fresti,“ segir Reddit-notandinn hendukush.

Ekki panta drykk með mjólk

„Ekki panta drykk með mjólk á bar. Þetta segi ég því ég var einu sinni barþjónn. Það eru fáir drykkir sem innihalda mjólk sem þýðir að lítil mjólk er notuð. Hálftóma mjólkurfernan á barborðinu gæti því hafa staðið úti um langa hríð,“ segir Reddit-notandinn TillikumWasFramed.

Mygla í krananum

„Ég tala sem fyrrverandi eftirlitsmaður á veitingastöðum: Ekki drekka bjór úr krana. Það þrífur enginn dælurnar og oft finnst mygla í þeim,“ segir Reddit-notandinn alokinTESLA.

Skoðið kjúklinginn vel

„Ég panta ekki kjúkling. Ég hef alltof oft fengið hráan kjúkling því hann var eldaður vitlaust eða kokkurinn var latur. Ef ég panta kjúkling þá skoða ég hann vel áður en ég tek bita,“ segir Reddit-notandinn ImPartyJesus.

„Ég forðast súpur“

„Ég forðast súpur nema á súpustöðum. Ég lærði að elda súpu í kokkaskóla og maður finnur muninn á súpu sem er hent saman í hvelli og súpu sem er vandað sig við að elda. Ég gerði mér grein fyrir því að ég fékk oftast það fyrrnefnda því margir veitingastaðir líta á súpu sem meðlæti eða ódýran hádegismat,“ segir Reddit-notandinn monkify.

Pantið eitthvað sem staðurinn sérhæfir sig í

„Ég forðast að panta það sem staðurinn sérhæfir sig ekki í. Ég panta ekki pasta á steikhúsi. Ég panta borgara á hamborgarastað, ekki kjúklingavefju. Ekki valda ringulreið í eldhúsinu því þeir muna ekki hvernig á að útbúa matinn þinn. Pantið eitthvað sem þeir eru góðir í að elda,“ segir Reddit-notandinn Budgiejen.

Forðist þessa staði

„Ég forðast staði sem útbúa kaffidrykki en hreinsa ekki mjólkurkönnuna eftir að mjólkin er flóuð. Þetta þýðir væntanlega að það er gömul mjólk á gufutotunni, að starfsfólkið þrífur kaffivélarnar ekki nógu vel og að kaffið verður hræðilegt á bragðið,“ segir Reddit-notandinn arabidopsis.

Þetta eru bara afgangar

„Fylgist með hvernig salöt eru útbúin – dýrt prótein skorið í tætlur og blandað saman við fullt af öðrum hráefnum og síðan útbíað í sósu þannig að maturinn sést ekki. Þarna er bara verið að nýta afganga,“ segir Reddit-notandinn tah4349.

Engar veitingastaðakeðjur

„Ekki borða á veitingastaðakeðjum. Skyndibiti er í lagi en ef þið setjið niður á ágætlega fínu veitingahúsi tryggið að það sé ekki með sitt eigið lukkudýr. Þið fáið ömurlegan mat af matseðli sem var búinn til af einhverjum langt í burtu og hannaður til að auðvelt væri að endurgera réttina af yfirkokkinum sem manneskjan sem bjó til matseðilinn hefur aldrei hitt,“ segir Reddit-notandinn Mors_morieris.

Ekki velja húsvínið

„Veljið flösku af vínlistanum sem er ekki húsvínið. Veljið raunar flösku sem er nokkur þúsund krónum dýrari en húsvínið. Húsvínið er það langódýrasta og þið borgið alltof mikið fyrir ömurlegt vín,“ bætir Mors_morieris við.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Matur
Fyrir 3 dögum

Algeng mistök í eldhúsinu – Þú hefur örugglega gert nokkur af þeim

Algeng mistök í eldhúsinu – Þú hefur örugglega gert nokkur af þeim
Matur
Fyrir 3 dögum

Hægeldað páskalamb sem svíkur engan – Sjáið uppskriftina

Hægeldað páskalamb sem svíkur engan – Sjáið uppskriftina
Matur
Fyrir 6 dögum

Hversu mikið af veitingum þarf fyrir veisluna?

Hversu mikið af veitingum þarf fyrir veisluna?
Matur
Fyrir 6 dögum

5 sekúndna ketó ís – Það eina sem þarf eru 2 hráefni

5 sekúndna ketó ís – Það eina sem þarf eru 2 hráefni
Matur
Fyrir 1 viku

Átta hugtök sem næringarfræðingar þola ekki að heyra

Átta hugtök sem næringarfræðingar þola ekki að heyra
Matur
Fyrir 1 viku

Hún gerði afdrifarík mistök í þynnkunni: „Það er hættulegt að borða hollt“

Hún gerði afdrifarík mistök í þynnkunni: „Það er hættulegt að borða hollt“