fbpx
Þriðjudagur 23.apríl 2019
Matur

Er 210 kíló og fær borgað fyrir að borða: „Ég bý til gúffmyndbönd“

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Fimmtudaginn 7. febrúar 2019 13:00

Amanda er sátt í eigin skinni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Amanda Fey er 25 ára kona sem er 210 kíló. Hún græðir á tá og fingri með því að borða tíu þúsund kaloríur á dag í beinni útsendingu fyrir aðdáendur sína á netinu.

Amanda er hluti af samfélagi þeirra sem eru hlynntir „feederism“, en það er kynferðisleg hneigð þar sem ein manneskja fóðrar aðra af mat og örvast kynferðislega við það. Þá er manneskjan sem er fóðruð hvött til að þyngjast af þeim sem hana fóðrar.

Feita belja og fituhlunkur

Þeir sem vilja horfa á Amöndu borða þurfa að greiða gjald fyrir, en Amanda, sem er frá Kaliforníu í Bandaríkjunum, segist lenda í neikvæðum netþrjótum við þessa iðju sína daglega.

Amanda drekkur mikið magn af vökva fyrir fylgjendur sína.

„Neikvæðu athugasemdirnar eru eitthvað sem ég hef heyrt alla ævi eða kallað sjálfa mig í gríni. Ég fæ típísku móðganirnar – feita belja. Shamu, eins og háhyrningurinn eða fituhlunkur. Ég er jákvæð manneskja þannig að ég virði þetta oft ekki viðlits eða skrifa eitthvað skemmtilegt til baka,“ segir Amanda, sem er staðráðin í að láta jákvæðnina sigra neikvæðnina.

„Jákvæð líkamsímynd er svo umdeilt umræðuefni og það verður alltaf fólk með vopnin úti, tilbúið í slag, sama hvað ég segi. Þannig að ég hef þetta einfalt – allir og allir líkamar eru fallegir. Það ætti ekki að vera skömm að fagna því, allt frá hárugum fótleggjum til flatra maga og fellinga til lafandi brjósta.“

„Að vera feit gerir mig hamingjusama, bæði líkamlega og kynferðislega.“

Amanda segist hafa verið í þykkari kantinum allt sitt líf en að kærasti hennar, sem hún vill ekki nafngreina, sé mjög hrifinn af því og styðji hana alla leið. Hún léttist einu sinni um tæplega 45 kíló en gerði sér grein fyrir því að hún gerði það bara til að passa í hópinn og leið betur í stærri stærðum.

Kærasti Amöndu styður hana 100%.

„Að vera feit gerir mig hamingjusama, bæði líkamlega og kynferðislega.“

Amanda var kynnt fyrir „feederism“ árið 2016 og tilheyrir þeim hópi fólks sem vill láta fóðra sig til að verða stærri. Hún segist hafa verið feimin við þetta í fyrstu.

„En eftir því sem tíminn leið fannst mér þetta vera köllun mín og ég varð ástfangin af samfélaginu.“

Mörg þúsund fyrir eitt símtal

Amanda byrjaði að birta myndbönd á samfélagsmiðlinum Feabie, færði sig síðan yfir á Tumblr en er nú með sína eigin Instagram-síðu þar sem hún er með næstum því fimmtíu þúsund fylgjendur.

Amanda gefur ekki upp nákvæmlega hvað hún þénar á mánuði, en hún tekur til að mynda sex þúsund krónur fyrir eitt símtal á FaceTime. Þá kostar minna að fá aðgang að efni á Instagram og Snapchat.

„Ég bý til gúffmyndbönd þar sem ég borða gríðarlega mikið magn af mat, trektarmyndbönd þar sem ég drekk vökva í gegnum trekt og þyngaraukningarþamb þar sem ég innbyrði mikið magn af vökva á litlum tíma þannig að maginn minn sé uppþembdur,“ segir hún. Hún tekur yfirleitt upp tvö til þrjú myndbönd á dag. Þá er hún líka með beinar útsendingar á Instagram til að tengjast fylgjendum sínum betur.

Borðaði 13 perur

Amanda borðar vanalega fjögur þúsund kaloríur á dag en hitaeiningafjöldinn getur farið upp í tíu þúsund þegar hún er að taka upp. Það fer allt eftir því hvað hún er beðin um að borða.

Amanda fann sína hillu.

„Ég fæ fullt af áhugaverðum spurningum og beiðnum þegar kemur að mat. Sá matur sem fólk biður mig oftast um að borða er Taco Bell, hamborgarar og ávextir. Einn maður borgaði mér fyrir að borða þrettán perur og opna kókoshnetu svo ég gæti drukkið vatnið á meðan ég var hálfnakin. Ég elska áhugaverðar og frumlegar hugmyndir þannig að vinnan mín er aldrei leiðinleg.“

Amanda er hvergi bangin og ætlar að halda ótrauð áfram í þessu fagi.

„Maður byrjar að blómstra sem manneskja þegar maður velur að vera maður sjálfur,“ segir hún. „Það skiptir ekkert annað máli svo lengi sem maður er trúr sjálfum sér.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Matur
Fyrir 2 dögum

Algeng mistök í eldhúsinu – Þú hefur örugglega gert nokkur af þeim

Algeng mistök í eldhúsinu – Þú hefur örugglega gert nokkur af þeim
Matur
Fyrir 3 dögum

Hægeldað páskalamb sem svíkur engan – Sjáið uppskriftina

Hægeldað páskalamb sem svíkur engan – Sjáið uppskriftina
Matur
Fyrir 6 dögum

Hversu mikið af veitingum þarf fyrir veisluna?

Hversu mikið af veitingum þarf fyrir veisluna?
Matur
Fyrir 6 dögum

5 sekúndna ketó ís – Það eina sem þarf eru 2 hráefni

5 sekúndna ketó ís – Það eina sem þarf eru 2 hráefni
Matur
Fyrir 1 viku

Átta hugtök sem næringarfræðingar þola ekki að heyra

Átta hugtök sem næringarfræðingar þola ekki að heyra
Matur
Fyrir 1 viku

Hún gerði afdrifarík mistök í þynnkunni: „Það er hættulegt að borða hollt“

Hún gerði afdrifarík mistök í þynnkunni: „Það er hættulegt að borða hollt“