fbpx
Föstudagur 24.maí 2019
Matur

Þetta er uppáhaldsmatur konunglegu barnanna

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Miðvikudaginn 6. febrúar 2019 17:00

Falleg fjölskylda.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kate Middleton, hertogynjan af Cambridge, heimsótti Lavender-barnaskólann í vikunni á vegum góðgerðarsamtakanna Place2Be. Í samtölum Kate við nemendur ljóstraði hún upp hver væri uppáhaldsmatur barnanna sinna, Georgs prins, fimm ára, og Karlottu prinsessu, þriggja ára.

„Karlotta elskar ólífur,“ sagði hún og bætti við að börnin elski að elda með henni, sérstaklega ostapasta.

„Hún sagði okkur hve mikið börnin hennar elska að elda og að þau eldi fyrir hana,“ sagði Matthew Kleiner-Mann, framkvæmdastjóri Ivy Learning Trust, samtaka sem reka skólann, í samtali við fréttamenn eftir heimsókn Kate. „Þau bjuggu til ostapasta um daginn. Eitt sér um að blanda hveitinu saman við og annað bætir við mjólk og smjöri. Og þau búa til salat og svoleiðis,“ bætti hann við.

Þá sagði Matthew að matur væri mikilvægur fyrir hertogynjuna þar sem hún gerði sér grein fyrir tengingunni á milli matar, andlegrar heilsu og hreyfingar.

Fjölskyldan gerir Kate hamingjusama

Kate sýndi börnunum einnig mynd af fjölskyldu sinni, en þennan dag áttu nemendur að koma með hlut í skólann sem léti þá líða vel. Kate kom með jólakort síðan í fyrra, en það var fyrsta jólakortið þar sem Louis prins, níu mánaða, fékk að taka þátt.

„Þetta er mynd af fjölskyldunni minni. Þetta eru börnin mín og eiginmaður. Og fjölskyldan mín gerir mig hamingjusama,“ sagði Kate við börnin. „Okkur finnst gaman að leika úti við og eyða mikið af tíma saman sem fjölskylda og það gerir mig mjög hamingjusama.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Matur
Fyrir 1 viku

Þetta gerist ef þú snýrð popp pokanum vitlaust í örbylgjuofninum

Þetta gerist ef þú snýrð popp pokanum vitlaust í örbylgjuofninum
Matur
Fyrir 1 viku

Svali lifir tvöföldu lífi: Íslendingar í sjokki – „Veit Kveikur af þessu?“

Svali lifir tvöföldu lífi: Íslendingar í sjokki – „Veit Kveikur af þessu?“
Matur
Fyrir 1 viku

Léttir réttir til að hringja inn sumarið – Drífðu þig inn í eldhús

Léttir réttir til að hringja inn sumarið – Drífðu þig inn í eldhús
Matur
Fyrir 1 viku

Sláandi myndband – Vinsælt eldunarsprey sagt valda sprengingum í eldhúsum – Bruni, blinda og afskræming

Sláandi myndband – Vinsælt eldunarsprey sagt valda sprengingum í eldhúsum – Bruni, blinda og afskræming
Matur
Fyrir 1 viku

Eiríkur bendir á stóran galla á flestum heimilum: „Mak­inn þarf nú, með troð­fullan mag­ann, að strita í nokkra klukku­tíma“

Eiríkur bendir á stóran galla á flestum heimilum: „Mak­inn þarf nú, með troð­fullan mag­ann, að strita í nokkra klukku­tíma“
Matur
Fyrir 2 vikum

Ótrúlegir snúðar sem æra óstöðuga – Sjáið uppskriftina

Ótrúlegir snúðar sem æra óstöðuga – Sjáið uppskriftina