fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Matur

Svona verslarðu í matinn á hálftíma eða minna

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Miðvikudaginn 6. febrúar 2019 08:00

Eyðum ekki óþarfa tíma í búðum.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er víst nauðsynlegt að kíkja reglulega í matvöruverslun til að eiga eitthvað í ísskápnum og eldhússkápunum. Það gefur manni hins vegar ekkert sérstaklega mikið að eyða miklum tíma í matarinnkaup. Hér eru því nokkur ráð til að versla í matinn á hálftíma eða minna.

Skipulegðu máltíðirnar fyrir vikuna

Ef þú vilt versla fyrir alla vikuna þá er mjög mikilvægt að skipuleggja nákvæmlega það sem þú ætlar að elda og hvaða hráefni þú þarft. Ef þú ert óákveðin/n í búðinni tekur verslunarferðin þig miklu lengri tíma.

Skrifaðu innkaupalista

Hvort sem það er í símanum eða á pappír, þá er mjög mikilvægt að lista upp allt sem þú ætlar að kaupa svo þú eyðir ekki öllum tímanum í að reyna að muna hvað þig vantar. Haltu þig síðan við listann því allir útirdúrar kosta þig dýrmætan tíma.

Plan B

Ef það eru einhver matvæli á listanum sem þú þarft nauðsynlega á að halda er gott að hafa vörur til vara sem hægt er að kaupa í staðinn ef eitthvað er ekki til. Þannig forðastu óðagot og ofsahræðslu í búðinni og getur tekið rökstuddar og góðar ákvarðanir á örskotstundu.

Kynntu þér tilboð

Jú, vissulega blóta einhverjir öllum tilboðsbæklingunum sem vaða inn um lúguna, en hins vegar er gott að kynna sér tilboð og velja verslanir út frá þeim. Það er að segja, ef vörurnar sem þig vantar eru á tilboði eða afslætti.

Flokkaðu vörurnar niður

Nú ert þú búin/n að skrifa innkaupalista. Þá er um að gera að skipta öllu sem þig vantar í flokka á mjög skipulagðan hátt. Settu til dæmis allar mjólkurvörur í sama flokk því þú veist að þær eru á sama svæði í búðinni. Með þessu móti hleypurðu ekki fram og til baka að óþörfu.

Farðu í búð sem þú þekkir

Mjög mikilvægt atriði. Þú ert búin/n að flokka matinn sem þig vantar – þá er gott að fara í búð sem þú þekkir. Þannig geturðu ákveðið á hvaða flokki þú ætlar að byrja og svo koll af kolli. Þvílíkur tímasparnaður.

Ekki versla á háannatíma

Það er ekkert sérstaklega góð hugmynd að kíkja í búð eftir vinnu. Betra er að byrja daginn á verslunarferð eða jafnvel skjótast frá í hádeginu.

Keyptu minna og afgreiddu þig sjálf/ur

Ef þig vantar ekki mikið þá getur verið hraðvirkara að nota sjálfsafgreiðslustöðvarnar í matvöruverslunum. Ekki gera það samt ef þú hefur aldrei gert það áður og ert að flýta þér – það getur valdið panikkástandi.

Ekki versla á tóman maga

Góð vísa er aldrei of oft kveðin. Þú kaupir meira og eyðir meiri tíma í búðinni ef hungrið er farið að segja til sín. Maður kemst oft í þrot í því ástandi – sérstaklega í matvöruverslunum.

Vertu í þægilegum skóm

Það getur líka truflað að líða illa inni í búðum, þá sérstaklega ef maður er þreyttur í fótunum og vill hraða sér á milli ganganna. Vertu í þægilegum skóm – lykilatriði.

Skildu börnin eftir heima

Þetta segir sig sjálft – er það ekki?

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
20.12.2023

Grillaður hunangshjúpaður hestshaus með sinnepsfræjum, villihvítlauk og blóðbergi

Grillaður hunangshjúpaður hestshaus með sinnepsfræjum, villihvítlauk og blóðbergi
Matur
07.12.2023

Hátíðarbakkinn

Hátíðarbakkinn
Matur
04.11.2023

Djúsí beikonborgari með mozzarella fyllingu

Djúsí beikonborgari með mozzarella fyllingu
Matur
03.11.2023

Kjúklingalasagna sem allir elska

Kjúklingalasagna sem allir elska
Matur
20.10.2023

Salat með byggi, sætum kartöflum, graskersfræjum og hvítlauk

Salat með byggi, sætum kartöflum, graskersfræjum og hvítlauk
Matur
19.10.2023

Bragðmikil sveppasúpa

Bragðmikil sveppasúpa