fbpx
Þriðjudagur 23.apríl 2019
Matur

Sláandi niðurstöður: Sjáðu hvað matvælaverð er miklu hærra á Íslandi en hinum Norðurlöndunum

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 6. febrúar 2019 14:18

Það er ansi gott úrval af gosdrykkjum í matvöruverslunum.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Matarkarfan í Reykjavík er mun dýrari en í höfuðborgum hinna Norðurlandanna, samkvæmt niðurstöðum nýrrar verðkönnunar Verðlagseftirlits ASÍ. Til að mynda er vörukarfa samansett af algengum matvörum úr helstu vöruflokkum 67 prósentum dýrari í Reykjavík en í Helsinki þar sem hún er ódýrust.

Þetta kemur fram í tilkynningu sem ASÍ hefur sent frá sér vegna könnunarinnar.

Verðkönnunin sem um ræðir var framkvæmd dagana 5. til 9. desember síðastliðinn í leiðandi lágvöruverðsverslunum í höfuðborgum Norðurlandanna. Í könnuninni var borið saman verð á algengum neysluvörum í sambærilegum verslunum, vörur á borð við mjólk, osta, kjötvörur, grænmeti, ávexti og brauð.

„Verðsamanburðurinn var gerður á vörukörfu sem inniheldur undirstöðumatvörur úr öllum helstu vöruflokkum í lágvöruverðsverslunum í höfuðborgum Norðurlandanna. Samkvæmt úttektinni er vöruverð í lágvöruverðsverslunum hæst á Íslandi samanborið við hin Norðurlöndin en vörukarfan er 67% dýrari í Reykjavík en í Helsinki sem var með lægsta vöruverðið. Það land sem er næst Íslandi í verðlagi er Noregur en vörukarfan í Oslo er samt sem áður 40% ódýrari en í Reykjavík.“


Í tilkynningunni segir að vörukarfan sem verðlagseftirlitið bar saman hafi kostað 7.878 krónur í Reykjavík en 5.631 krónu í Noregi. „Sambærileg vörukarfa í Kaupmannahöfn kostar 5.173 kr og 5.011 krónur í Stokkhólmi. Ódýrasta matvörukarfan var í Helsinki þar sem hún kostaði 4.729 kr. Verð á þeim vörum sem kannað var reyndist oftast hæst í Reykjavík eða í 12 tilvikum af 18 en í 8 tilvikum af 18 var vöruverðið lægst í Helsinki. “

Mikill verðmunur á kjöti, mjólkurvörum og grænmeti

Í tilkynningu ASÍ segir að mikill verðmunur hafi verið á kjöti- og mjólkurvörum og grænmeti í könnuninni.

„Þannig kostar kílóið af brauðosti (25-30%) 1.411 kr. á Íslandi en 1.235 kr. í Noregi sem er með næst hæsta verðið, 1.097 kr í Kaupmannahöfn, 678 kr. í Stokkhólmi, og 556 kr. í Helsinki. Þannig reyndist  152% verðmunur er á kílóverði af brauðosti milli Reykjavíkur og Helsinki. Mikill verðmunur er einnig á kjötvörum en kíló af ungnautahakki kostar 1.598 kr. í Reykjavík, 1.326 kr í Oslo, 1.043 kr. í Kaupmannahöfn, 1.085 kr. í Kaupmannahöfn og 946 kr. í Helsinki sem gerir 69% verðmun á hæsta og lægsta verði. Þá er 240% verðmunur á niðursneiddri skinku sem kostar 2.749 kr. kg á Íslandi, 1.058 kr. í Kaupmannahöfn, 1.035 kr. í Oslo, 813 kr. í Stokkhólmi og 808 kr. í Finnlandi þar sem verðið er lægst.“

Þá var mikill verðmunur á grænmeti, en sem dæmi var 560 prósenta munur á hæsta og lægsta kílóverði á gulrótum og 213 prósenta munur á hæsta og lægsta verði á kartöflum.

Áþekkar niðurstöður og 2006

ASÍ hefur áður gert sambærilega könnun en það var árið 2006. Að sögn ASÍ eru niðurstöður könnunarinnar nú í takt við þær frá árinu 2006. „Helsti munurinn er sá að meiri munur er á Íslandi og Oslo í dag en þá en 40% verðmunur er á vörukörfunni nú en einungis 3% þá. Stokkhólmur var ódýrasta borgin árið 2006 en í dag er Helsinki ódýrasta borgin.“

Þá segir ASÍ að lokum að Hagstofan hafi nýlega vakið athygli á uppfærðri tölfræði evrópsku hagstofunnar, Eurostat um verðlag á Norðurlöndunum þar sem fram kemur að verðlag á Íslandi er það hæsta í Evrópu. Ísland er þar í flokki með Sviss og Norðurlöndunum þar sem verðlag er á bilinu 20-66% hærra en að meðaltali í Evrópu.

Um könnunina

Verðkönnunin var framkvæmd í stórmörkuðum og lágvöruverðsverslunum í höfuðborgum Norðurlandanna 5.- 9. desember síðastliðinn. Farið var í leiðandi matvörukeðjur á hverjum stað þar sem gera má heildarinnkaup til heimilisins. Í þeim tilvikum þar sem fleiri en ein tegund af tiltekinni vöru var fáanleg í versluninni, var ávallt valinn ódýrasti kosturinn sem uppfyllti sett skilyrði. 

Borið er saman verð til neytenda út úr verslun og það umreiknað í íslenskar krónur mv. meðalgengi viðkomandi gjaldmiðils 5.-9. desember, dagana sem könnunin var framkvæmd.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Matur
Fyrir 2 dögum

Algeng mistök í eldhúsinu – Þú hefur örugglega gert nokkur af þeim

Algeng mistök í eldhúsinu – Þú hefur örugglega gert nokkur af þeim
Matur
Fyrir 3 dögum

Hægeldað páskalamb sem svíkur engan – Sjáið uppskriftina

Hægeldað páskalamb sem svíkur engan – Sjáið uppskriftina
Matur
Fyrir 6 dögum

Hversu mikið af veitingum þarf fyrir veisluna?

Hversu mikið af veitingum þarf fyrir veisluna?
Matur
Fyrir 6 dögum

5 sekúndna ketó ís – Það eina sem þarf eru 2 hráefni

5 sekúndna ketó ís – Það eina sem þarf eru 2 hráefni
Matur
Fyrir 1 viku

Átta hugtök sem næringarfræðingar þola ekki að heyra

Átta hugtök sem næringarfræðingar þola ekki að heyra
Matur
Fyrir 1 viku

Hún gerði afdrifarík mistök í þynnkunni: „Það er hættulegt að borða hollt“

Hún gerði afdrifarík mistök í þynnkunni: „Það er hættulegt að borða hollt“