fbpx
Fimmtudagur 18.apríl 2024
Matur

10 hlutir sem þú vissir ekki um Nutella

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Miðvikudaginn 6. febrúar 2019 16:30

Nutella er vinsælt um heim allan.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nutella er eitt af þessum matvælum sem fólk annað hvort elskar eða elskar aðeins minna. Því er ekki úr vegi að fara aðeins yfir sögu hnetusmjörsins, sem er ansi merkileg.

Byggt á aldagamalli uppskrift

Nutella sækir innblástur í matvæli sem heitir gianduja og er blanda af 70 prósent hesilhnetumauki og 30 prósent súkkulaði. Það á uppruna sinn að rekja til ítölsku borgarinnar Turin og var búið til í kringum árið 1800. Ástæðan fyrir miklu magni af heslihnetum var að skortur var á súkkulaði við Miðjarðarhafið og því var það þynnt út með hnetunum, sem nóg var af í héraðinu.

Ein lítil breyting og Nutella sló í gegn

Michele Ferrero, sonur Pietro Ferrero sem stofnaði fyrirtækið Ferrero sem framleiðir Nutella, fékk þá hugmynd árið 1951, að breyta gianduja úr föstu formi í eitthvað sem var auðveldlega hægt að smyrja. Eftir nokkrar tilraunir fann hann lykilhráefnið fyrir þessa umbreytingu: grænmetisolíu. Í dag eru aðalhráefni í Nutella súkkulaði, heslihnetur og pálmaolía.

Michele og Nutella.

Upphafsmaðurinn varð ríkasti maður Ítalíu

Fyrrnefndur Michele varð auðugur á Nutella og öðrum uppfinningum og tók fram úr sjálfum Silvio Berlusconi sem ríkasti maður Ítalíu árið 2008. Þegar hann lést árið 2015, 89 ára að aldri, voru auðæfi hans metin á rúmlega 26 milljarða dollara.

Það má ekki kalla það súkkulaðismjör

Samkvæmt ítölskum lögum má aðeins kalla Nutella heslihnetusmjör þar sem það inniheldur ekki nógu mikið súkkulaði til að geta kallast súkkulaðismjör.

Endalaust Nutella.

Ferrero notar 25% af heslihnetum heimsins

Í hverri krukku af Nutella eru að meðaltali fimmtíu heslihnetur.

Nammiálegg

Nutella er sjötíu prósent fita og sykur og í tveimur matskeiðum eru tvö hundruð hitaeiningar, ellefu grömm af fitu og 21 gramm af sykri. Ferrero fékk meira að segja á sig kæru fyrir nokkrum árum fyrir að auglýsa að Nutella væri næringarríkt.

Nutella á sinn eigin dag

Það er til alþjóðlegur dagur fyrir Nutella, nánar til tekið 5. febrúar á hverju ári. Haldið hefur verið upp á hann síðan árið 2007 en dagurinn var næstum því tekinn af dagskrá árið 2013 þegar að Ferrero fór fram á það. Það náðust hins vegar sáttir í málinu.

Það er til Nutella-frímerki

Ítalska póstþjónustan setti sérstakt Nutella-frímerki í sölu árið 2014.

Gott að sleikja þessi frímerki.

Ekki geyma það í ísskáp

Þar sem að Nutella inniheldur svo mikinn sykur má geyma það við stofuhita. Ef það er geymt í ísskáp verður olían úr hnetunum mjög hörð og erfitt að smyrja því á brauð eða annað góðgæti.

Barnið þitt má ekki heita Nutella

Hjón í Frakklandi reyndu árið 2015 að fá nafnið Nutella samþykkt fyrir dóttur sína en samkvæmt úrskurði dómara var nafnið óviðeigandi og gæti leitt til eineltis. Dóttirin fékk því nafnið Ella.

Ekki geyma Nutella í ísskáp.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
20.12.2023

Grillaður hunangshjúpaður hestshaus með sinnepsfræjum, villihvítlauk og blóðbergi

Grillaður hunangshjúpaður hestshaus með sinnepsfræjum, villihvítlauk og blóðbergi
Matur
07.12.2023

Hátíðarbakkinn

Hátíðarbakkinn
Matur
04.11.2023

Djúsí beikonborgari með mozzarella fyllingu

Djúsí beikonborgari með mozzarella fyllingu
Matur
03.11.2023

Kjúklingalasagna sem allir elska

Kjúklingalasagna sem allir elska
Matur
20.10.2023

Salat með byggi, sætum kartöflum, graskersfræjum og hvítlauk

Salat með byggi, sætum kartöflum, graskersfræjum og hvítlauk
Matur
19.10.2023

Bragðmikil sveppasúpa

Bragðmikil sveppasúpa