fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
Matur

Svona getur hunang gert lífið þitt tíu sinnum betra

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Þriðjudaginn 5. febrúar 2019 16:00

Hunang er algjört töfraefni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hunang er mikið notað í matargerð enda gefur það hinum ýmsu réttum sætt bragð. Hins vegar getur hunang verið til margra annarra hluta nytsamlegt.

Náttúrulegt rakakrem

Hunang er rakagefandi frá náttúrunnar hendi þar sem sykurmólekúlin binda vatnið í húðinni. Það er til dæmis þjóðráð að blanda saman hunangi, haframjöli, púðursykri og sítrónusafa til að búa til heimagerðan handaskrúbb.

Heimagerður handskrúbbur.

Óvinur hóstans

Hunang getur einnig hjálpað í baráttunni við leiðigjarnan hósta þar sem náttúrulega sætan í hunangi getur virkað jafn vel og hóstasaft. Fáið ykkur tvær matskeiðar af hunangi fyrir svefninn til að lina hóstaköstin og hjálpa ykkur við að ná betri svefn. Þá er einnig þjóðráð að bæta smá hunangi út í teið þegar að flensan lætur á sér kræla.

Gott í baráttunni við svitafýlu

Þótt ótrúlegt megi virðast á hunang einnig heima í baðherberginu, innan um sápu og næringu. Hunang veitir nefnilega ekki aðeins raka heldur getur einnig drepið bakteríur sem valda bólum og líkamslykt. Til að búa til einfalda líkamssápu er tveimur matskeiðum af hunangi einfaldlega blandað saman við eina matskeið af ólíufolíu. Hægt er að breyta sápunni í skrúbb með því að blanda hálfum bolla af púðursykri saman við. Munið svo að geyma blönduna í lofttæmdum umbúðum þar til hún er notuð.

Gott fyrir kólestórólið

Rannsóknir hafa sýnt fram á að dagleg neysla á hunangi í litlu magni getur verið góð fyrir kólestórólið.

Bæ, bæ, bólur

Hunang er, eins og áður segir, gott í baráttunni við bólur. Það er tilvalið að blanda saman hunangi og múskati í jöfnum hlutföllum og bera á bólur. Leyfið blöndunni að hvíla á svæðinu í tuttugu mínútur og þvoið hana síðan af.

Baráttan við bólurnar.

Gott fyrir hálsinn

Hunang er ekki aðeins gott við hósta heldur getur einnig virkað sem bakteríueyðandi. Þannig er gott fyrir þá sem eru með særindi í hálsi að fá sér drykk sem samanstendur af heitu vatni, engifer, sítrónusafa og hunangi. Enn betra er að velta blöndunni um í munninum áður en henni er kyngt.

Bjargvættur litlauss hárs

Blandið tveimur matskeiðum af hunangi saman við tvo bolla af volgu vatni og berið það í hárið eftir að þið eruð búin að þvo það. Leyfið hunangsblöndunni að virka í um hálftíma og skolið hana síðan úr. Hárið verður endurnært, endarnir betri og hárið heilt yfir sterkara.

Hunang í sturtuna.

Græðir brunasár

Hunang virkar vel við vægum brunasárum. Er það einfaldlega borið á brennda svæðið og látið vera þar til bólgur hjaðna.

Flösubani

Hunangsvatnið sem við minntumst á áðan getur einnig virkað vel í baráttunni gegn flösu. Hunang er sveppaeyðandi og gefur hársverðinum raka þannig að gott er að nudda hunangsvatninu vel í hársvörðinn áður en það er skolað úr.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Stöð 2 lækkar verð
Matur
20.12.2023

Grillaður hunangshjúpaður hestshaus með sinnepsfræjum, villihvítlauk og blóðbergi

Grillaður hunangshjúpaður hestshaus með sinnepsfræjum, villihvítlauk og blóðbergi
Matur
07.12.2023

Hátíðarbakkinn

Hátíðarbakkinn
Matur
04.11.2023

Djúsí beikonborgari með mozzarella fyllingu

Djúsí beikonborgari með mozzarella fyllingu
Matur
03.11.2023

Kjúklingalasagna sem allir elska

Kjúklingalasagna sem allir elska
Matur
20.10.2023

Salat með byggi, sætum kartöflum, graskersfræjum og hvítlauk

Salat með byggi, sætum kartöflum, graskersfræjum og hvítlauk
Matur
19.10.2023

Bragðmikil sveppasúpa

Bragðmikil sveppasúpa