fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Matur

Leiðarvísir þinn að vegan bolludegi: Hér fást bollurnar og uppskriftir

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Fimmtudaginn 28. febrúar 2019 14:30

Vegan bollur frá Veganistur.is

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bolludagurinn er á næsta mánudag, þann 4. mars. Þó þú sért vegan þýðir það ekki að þú getir ekki fengið þér bollu á bolludaginn, eða hvað þá slatta af bollum.

DV ákvað að gera leiðarvísir fyrir vegan fólk á bolludaginn og tók saman hvar væri hægt að fá tilbúnar bollur og hvernig væri hægt að baka sínar eigin.

Bakarí með vegan bollur

DV hringdi í um tíu bakarí til að kanna stöðuna. Tvö bakarí verða með vegan bollur laugardag, sunnudag og bolludaginn sjálfan, mánudag.

Kökulist 

Kökulist verður með vegan bollur um helgina og á mánudaginn. Jón Arilíus bakari og eigandi Kökulist segir í samtali við DV að sniðugast sé fyrir fólk að hringja og panta vegan bollur til að tryggja að það sé til.

Kökulist er til húsa í Firðinum og Hólagötu 17 í Njarðvík.

Auka vegan fróðleiksmoli um Kökulist: Snúðarnir í Kökulist eru vegan og þau eru nýbyrjuð að vera með vegan kleinuhringi um helgar.

Brauð og Co

Brauð og Co verða með vegan bollur á boðstólnum á Food & Fun í Hörpu á laugardaginn. Einnig verða þau með bollur til sölu í öllum verslunum sínum.

Brauð og Co er á Frakkastíg 16, Fákafeni 11, Melhaga 22 og Hlemm Mathöll.

Gló

Gló verður með vegan völlur á bolludaginn sjálfan.

Gló er á Laugavegi 20b, Fákafeni 11 og Hæðasmára 6.

Bernholftsbakarí

Bernholftsbakarí sagði að það stóð til að vera með vegan bollur en það ætti eftir að koma í ljós.

Tilbúnar en ófylltar bollur

Bónus selur tilbúnar ófylltar vegan bollur.  Bollurnar koma tvær í pakka. Innkaupastjóri Bónus staðfesti það í samtali við DV og sagði að það væri verið að keyra bollurnar út í verslanir. Bollurnar koma því í sölu seinni partinn í dag eða á morgun.

Krónan er einnig með ófylltar vegan bollur til sölu og eru þær þegar komnar í verslanir Krónunnar.

En hvað með jurtarjóma? Samkvæmt fjölda aðila á Facebook-hópnum Vegan Ísland eru bestu rjómarnir til að þeyta Alpro Cuisine og Soyatoo. Einnig er hægt að kaupa Soyatoo í sprautu ásamt öðrum jurtarjómum.

Uppskriftir

Langar þig að baka þínar eigin bollur? Ekkert mál! Hér eru nokkrar uppskriftir að vegan bollum.

Vegan rjómabollur að sænskum sið. Mynd: Veganistur.is

Veganistur.is eru með ljúffenga uppskrift að vegan rjómabollum að sænskum sið.

Ýttu hér til að nálgast uppskriftina.

https://www.instagram.com/p/BfGOd1Anhgn/

Veganistur eru einnig með uppskrift að gerbollum og þrenns konar fyllingum.

Ýttu hér til að nálgast uppskriftina.

Veganistur gerðu vegan rjómabollur úr smjördeigi í vikunni og deildu uppskriftinni á Facebook.

Viltu kannski glútenlausar og vegan vatnsdeigsbollur? Þá er Heilsa og Vellíðan með uppskrift fyrir þig.

Ýttu hér til að nálgast uppskriftina.

Glútenlausar vegan bollur. Mynd: heilsaogvellidan.is

Endilega skrifið hér undir greinina ef þið vitið um fleiri bakarí eða verslanir sem munu bjóða upp á vegan bollur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
20.12.2023

Grillaður hunangshjúpaður hestshaus með sinnepsfræjum, villihvítlauk og blóðbergi

Grillaður hunangshjúpaður hestshaus með sinnepsfræjum, villihvítlauk og blóðbergi
Matur
07.12.2023

Hátíðarbakkinn

Hátíðarbakkinn
Matur
04.11.2023

Djúsí beikonborgari með mozzarella fyllingu

Djúsí beikonborgari með mozzarella fyllingu
Matur
03.11.2023

Kjúklingalasagna sem allir elska

Kjúklingalasagna sem allir elska
Matur
20.10.2023

Salat með byggi, sætum kartöflum, graskersfræjum og hvítlauk

Salat með byggi, sætum kartöflum, graskersfræjum og hvítlauk
Matur
19.10.2023

Bragðmikil sveppasúpa

Bragðmikil sveppasúpa