fbpx
Fimmtudagur 18.apríl 2024
Matur

Svangar stjörnur: Gúffa í sig á galahátíðum

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Miðvikudaginn 27. febrúar 2019 18:30

Allir fá sneið.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það hefur færst í aukana síðustu ár að stjörnurnar taki með sér snarl á verðlaunahátíðir, enda afar langar athafnir. Hér eru nokkur ógleymanleg móment.

Næst koma pylsur

Leikkonan Melissa McCarthy mætti með fjörutíu skinkusamlokur á Golden Globe-hátíðina í ár.

„Ég er búin að gefa öllum þær. Ég kem með pylsur á næsta ári,“ sagði hún á hátíðinni.

Melissa er alltaf hress.

„Maður fær ekki kvöldmat!“

Crazy Rich Asians-stjarnan Gemma Chan mætti á nýafstaðna Óskarsverðlaunahátíð í skærbleikum kjól. Kjóllinn var vel búinn með djúpum vösum og nýtti Gemma þá út í ystu æsar. Hafði hún smá- og hrískökur í vösunum af góðri ástæðu.

„Þetta er löng athöfn,“ sagði hún á rauða dreglinum. „Maður fær ekki kvöldmat!“

Góðir vasar.

Græddi á tá og fingri

This Is Us-krúttið Mackenzie Hancsicsak mætti á Screen Actors Guild-verðlaunahátíðina í janúar í ár með skátakökur. Seldi hún stjörnunum kökur og endaði á því að græða fimm hundruð dollara, eða tæplega sextíu þúsund krónur, þetta kvöld.

Seldi kökur fyrir 500 dollara.

„Pítsan er komin“

Spjallþáttadrottningin Ellen DeGeneres sló rækilega í gegn sem kynnir á Óskarnum árið 2014 þegar hún gaf hungruðum stjörnum pítsusneiðar á miðri hátíð.

„Pítsan er komin,“ sagði hún er hún gekk um salinn með pítsusendlum. Stjörnur á borð við Juliu Roberts og Brad Pitt nældu sér í sneið.

Allir fá sneið.

Mamma bjargar málunum

Jimmy Kimmel fetaði í fótspor Ellenar á Óskarsverðlaununum árið 2017 þegar hann lét sleppa litlum fallhlífum sem voru fylltar af nammi og smákökum. Árið eftir dreifði hann nestisboxum með snakki og öðru góðgæti í. Þegar að Jimmy kynnti Emmy-verðlaunin árið 2016 fékk hann móður sína Joann til að útbúa rúmlega sjö þúsund samlokur með hnetusmjöri og sultu fyrir galagestina.

Sniðugur Jimmy.

Átta milljónir, takk

Grínistinn Chris Rock fékk vini dóttur sinnar til að hjálpa sér á Óskarnum árið 2016 og fékk þær til að ganga um salinn með smákökur til sölu. Allt í allt græddu vinirnir tæplega átta milljónir króna á athæfinu.

Brjáluð sala.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
20.12.2023

Grillaður hunangshjúpaður hestshaus með sinnepsfræjum, villihvítlauk og blóðbergi

Grillaður hunangshjúpaður hestshaus með sinnepsfræjum, villihvítlauk og blóðbergi
Matur
07.12.2023

Hátíðarbakkinn

Hátíðarbakkinn
Matur
04.11.2023

Djúsí beikonborgari með mozzarella fyllingu

Djúsí beikonborgari með mozzarella fyllingu
Matur
03.11.2023

Kjúklingalasagna sem allir elska

Kjúklingalasagna sem allir elska
Matur
20.10.2023

Salat með byggi, sætum kartöflum, graskersfræjum og hvítlauk

Salat með byggi, sætum kartöflum, graskersfræjum og hvítlauk
Matur
19.10.2023

Bragðmikil sveppasúpa

Bragðmikil sveppasúpa