fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Matur

Er engin mjólk í mjólkurhristingunum? McDonald‘s útskýrir vinsælt þrætuefni

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Miðvikudaginn 27. febrúar 2019 11:43

Hristingur.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Aðdáendur skyndibitakeðjunnar McDonald‘s hafa margir tekið eftir því að mjólkurhristingarnir sem eru á matseðli keðjunnar heita ekki því nafni heldur einfaldlega hristingar.

Hafa því einhverjir velt því fyrir sér hvort engin mjólk sé í hristingunum fyrst viðskeytið vanti. Á vefsíðu McDonald‘s kemur hins vegar fram að fyrsta hráefnið í hristingunum sé fituskertur ís sem innihaldi mjólk, sykur, rjóma, maíssíróp og ýmis aukaefni. Það er því vissulega mjólk í hristingunum, en fyrirtækið útskýrir enn fremur af hverju þeir heita ekki mjólkurhristingar á matseðlum keðjunnar.

„Reglugerðir um hvað má kalla mjólkurhristing eru breytilegar frá ríki til ríkis. Við viljum hafa þetta einfalt og köllum þetta einfaldlega hristing.“

Það er nefnilega þannig í Bandaríkjunum, heimalandi McDonald‘s, að ekki má kalla hristing mjólkurhristing í Connecticut til dæmis nema hann innihaldi 3.25 til 6 prósent mjólkurfitu og að fituskert mjólk má ekki vera minni en tíu prósent. Í Suður-Dakóta þarf hins vegar að vera 2 til 7 prósent mjólkurfita og að minnsta kosti 23 prósent fituskert mjólk. Því gæti McDonald‘s lent í bobba ef viðskeytinu mjólk er bætt við hristingana.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Stöð 2 lækkar verð
Matur
20.12.2023

Grillaður hunangshjúpaður hestshaus með sinnepsfræjum, villihvítlauk og blóðbergi

Grillaður hunangshjúpaður hestshaus með sinnepsfræjum, villihvítlauk og blóðbergi
Matur
07.12.2023

Hátíðarbakkinn

Hátíðarbakkinn
Matur
04.11.2023

Djúsí beikonborgari með mozzarella fyllingu

Djúsí beikonborgari með mozzarella fyllingu
Matur
03.11.2023

Kjúklingalasagna sem allir elska

Kjúklingalasagna sem allir elska
Matur
20.10.2023

Salat með byggi, sætum kartöflum, graskersfræjum og hvítlauk

Salat með byggi, sætum kartöflum, graskersfræjum og hvítlauk
Matur
19.10.2023

Bragðmikil sveppasúpa

Bragðmikil sveppasúpa