fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Matur

Þetta gerist í líkama þínum ef þú drekkur eitt glas af sítrónuvatni á hverjum morgni

Fókus
Föstudaginn 22. febrúar 2019 11:18

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það eru margar góðar ástæður til að pressa sítrónur og drekka safann úr þeim. Þær innihalda C-vítamín, A-vítamín, fólín, járn og önnur efni sem eru holl fyrir líkamann. Það er því ekki úr vegi að kreista smá sítrónusafa út í vatnið og innbyrða eitthvað af þessari hollustu sem er í þeim.

Ef þú drekkur sítrónuvatn á hverjum degi þá hefur það eftirfarandi áhrif á líkama þinn:

Það er gott fyrir heilann. Það er mikið af magnesíum í sítrónum en það getur hjálpað heilanum að starfa sem best. Það getur einnig aukið einbeitingu því það fyllir fólk af orku.

Verndar gegn krabbameini. Vegna þeirra mörgu andoxunarefna sem eru í sítrónum þá geta þær átt sinn þátt í að vernda fólk gegn krabbameini. Andoxunarefnin draga úr líkunum á að krabbamein myndist eftir því sem segir á vef Dagens.

Styrkir ónæmiskerfið. Sítrónur eru ein besta uppspretta C-vítamíns sem til er og því ekki furða að margir grípi til þeirra þegar nefrennsli gerir vart við sig.

Hjálpar til við að léttast. Sítrónuvatn örvar efnaskipti líkamans og hjálpar til við að berjast gegn nartþörf.

Laðar brosið fram. Sítrónur geta bætt skapið. Líkaminn fær meiri orku og þreyta, stress og angist geta minnkað ef fólk fær daglegan skammt af sítrónusafa.

Er gott fyrir meltinguna. Sítrónur koma lifrinni í gang og leggja sitt af mörkum til framleiðslu á galli sem lætur líkamann melta mat betur.

Gott fyrir húðina. Sítrónur hjálpa til við að halda húðinni ferskri. Vatnið skolar eiturefnum í burtu en C-vítamínin í sítrónunni hjálpa til við að halda óhreinindum frá húðinni.

Er gott gegn kvefi. C-vítamín koma að góðu gagni gegn kvefi. Ef þú ert kominn með kvef er gott að drekka heitt vatn með safa úr heilli sítrónu og smávegis hunangi.

Gott gegn timburmönnum. Sítrónuvatn er miklu hollara og ódýrara en gosdrykkir og saltar matvörur. Heitt vatn með sítrónusafa getur hjálpað líkamanum við að afeitra sig eftir áfengisneyslu.

Dregur úr andfýlu. Það er auðvelt að fá andfýlu ef maður drekkur áfengi, borðar sterkan mat eða reykir. Sítrónusafi getur hjálpað til við að vinna gegn þessu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
20.12.2023

Grillaður hunangshjúpaður hestshaus með sinnepsfræjum, villihvítlauk og blóðbergi

Grillaður hunangshjúpaður hestshaus með sinnepsfræjum, villihvítlauk og blóðbergi
Matur
07.12.2023

Hátíðarbakkinn

Hátíðarbakkinn
Matur
04.11.2023

Djúsí beikonborgari með mozzarella fyllingu

Djúsí beikonborgari með mozzarella fyllingu
Matur
03.11.2023

Kjúklingalasagna sem allir elska

Kjúklingalasagna sem allir elska
Matur
20.10.2023

Salat með byggi, sætum kartöflum, graskersfræjum og hvítlauk

Salat með byggi, sætum kartöflum, graskersfræjum og hvítlauk
Matur
19.10.2023

Bragðmikil sveppasúpa

Bragðmikil sveppasúpa