fbpx
Mánudagur 18.mars 2019
Matur

Kona dó eftir sveppaát á Michelin-stað

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Fimmtudaginn 21. febrúar 2019 13:00

Hræðilegt atvik í Valencia.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kona lést eftir að hafa borðað á veitingastaðnum RiFF í Valencia á Spáni, en staðurinn er með Michelin-stjörnu. Að minnsta kosti 23 veiktust eftir að hafa borðað á veitingastaðnum samkvæmt frétt The Telegraph.

Konan sem lést hét María Jesús Fernández Calvo og var 46 ára. Hún lést á sunnudagsmorgunn eftir að hafa kastað upp og verið með heiftarlegan niðurgang. Hún borðaði á RiFF ásamt eiginmanni sínum og syni þeirra og voru að halda upp á afmæli þess fyrrnefnda síðastliðinn laugardag. Eiginmaðurinn og sonurinn eru meðal þeirra 23 sem hafa veikst eftir heimsókn á staðinn.

María pantaði hrísgrjóna- og svepparétt á veitingastaðnum. Fyrstu fréttir staðhæfðu að um eitraða sveppi hefði verið að ræða en það hefur ekki verið staðfest.

Spænska dagblaðið El Pais segir að veitingastaðurinn verði lokaður þar til dánarorsök konunnar hefur verið úrskurðuð.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Matur
Fyrir 2 dögum

Tobba gerði ótrúlega uppgötvun: „Og þetta er börnum gefið á leikskólum í Reykjavík. Galið!!!“

Tobba gerði ótrúlega uppgötvun: „Og þetta er börnum gefið á leikskólum í Reykjavík. Galið!!!“
Matur
Fyrir 3 dögum

Helgarmatur ketókroppsins: Slubbu Jóar sem slá í gegn hjá börnunum

Helgarmatur ketókroppsins: Slubbu Jóar sem slá í gegn hjá börnunum
Matur
Fyrir 3 dögum

Tíst vikunnar: „Þurftum ekkert að óttast, mamma var með stauk í veskinu“

Tíst vikunnar: „Þurftum ekkert að óttast, mamma var með stauk í veskinu“
Matur
Fyrir 4 dögum

Þórarinn er maðurinn á bak við Megaviku – Hatrammar deilur í stjórn: „Ákveðnir aðilar sóttu stíft á mig að hækka verðið“

Þórarinn er maðurinn á bak við Megaviku – Hatrammar deilur í stjórn: „Ákveðnir aðilar sóttu stíft á mig að hækka verðið“
Matur
Fyrir 4 dögum

Sjáið myndbandið: Gordon Ramsay segir Piers Morgan að fokka sér

Sjáið myndbandið: Gordon Ramsay segir Piers Morgan að fokka sér
Matur
Fyrir 5 dögum

Guðfinna komin á ketó: Fimm kíló farin á þremur vikum – Vill setja alla á ketó til að sporna við offitu

Guðfinna komin á ketó: Fimm kíló farin á þremur vikum – Vill setja alla á ketó til að sporna við offitu
Matur
Fyrir 5 dögum

Brjálaður borgarstjóri segir að spagettí Bolognese sé ekki til: „Talandi um falsfréttir“

Brjálaður borgarstjóri segir að spagettí Bolognese sé ekki til: „Talandi um falsfréttir“
Matur
Fyrir 1 viku

Hætti á ketó og sukkaði í fríinu: Svona kemur hún sér aftur í ketósis

Hætti á ketó og sukkaði í fríinu: Svona kemur hún sér aftur í ketósis
Matur
Fyrir 1 viku

Þú verður að þrífa avókadó áður en þú borðar það: Þetta er ástæðan

Þú verður að þrífa avókadó áður en þú borðar það: Þetta er ástæðan