fbpx
Miðvikudagur 09.október 2024
Matur

Gómsætur sverðfiskur sem tekur enga stund að elda

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Fimmtudaginn 21. febrúar 2019 17:00

Dásamlegur réttur.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sverðfiskur er einstaklega bragðgóður fiskur, en þessi réttur tekur enga stund og krefst aðeins nokkurra hráefna.

Sverðfiskur með tómötum

Hráefni:

3 msk. ólífuolía
3 sverðfiskssteikur
salt og pipar
2 pakkar kirsuberjatómatar, skornir í helminga
¼ bolli rauðlaukur, smátt saxaður
3 msk. fersk basil, smátt saxað
safi úr ½ sítrónu

Aðferð:

Hitið ofninn í 200°C. Hitið 2 matskeiðar af olíu í stórri pönnu yfir meðalhita. Setjið fiskinn á pönnuna og saltið og piprið. Steikið í um 3 til 5 mínútur og snúið honum við. Saltið og piprið, takið pönnuna af hitanum og setjið hana inn í ofn. Bakið í um 10 mínútur. Á meðan blandið þið tómötum, lauk og basil saman í skál sem og restinni af olíunni, sítrónusafa og salti og pipar. Takið fiskinn úr ofninum, hellið tómatblöndunni yfir hann og berið fram.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
29.03.2024

Þessar matartegundir er hjálplegt að borða áður en þú ferð að djamma

Þessar matartegundir er hjálplegt að borða áður en þú ferð að djamma
Matur
18.03.2024

Rjómalagað pasta með kjúkling og sveppum

Rjómalagað pasta með kjúkling og sveppum
Matur
18.11.2023

„Sælkerar landsins! Sjá ég færi ykkur fögnuð“

„Sælkerar landsins! Sjá ég færi ykkur fögnuð“
Matur
05.11.2023

Guðdómleg perubaka

Guðdómleg perubaka