fbpx
Mánudagur 18.mars 2019
Matur

Hér er leyniuppskrift KFC geymd: Djúpsteikti kjúklingurinn lifir heimsenda af

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Fimmtudaginn 21. febrúar 2019 19:00

Þetta er staðurinn.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Aðdáendur djúpsteikts kjúklings hafa um áratugaskeið reynt og mistekist að endurgera sérstakt og eftirsótt bragð úr leyniuppskrift ofurstans,“ stendur í fréttatilkynningu frá skyndibitarisanum KFC, og vísar í leyniuppskrift Sanders ofursta, stofnanda KFC. Kynnir tilkynning til sögunnar nýjan talsmann keðjunnar, sjálft vélmennið RoboCop.

RoboCop auglýsir KFC.

„Þannig að meira en þrjátíu árum eftir frumraun hans fengum við RoboCop til liðs við okkur og gáfum honum nýja tilskipun – að vernda eintak af leyniuppskriftinni með því að færa hana á stað sem varinn er gegn kjarnorkuárásum. Þannig að ef þú lifir heimsenda af geturðu enn þá gætt þér á djúpsteiktum kjúklingi,“ stendur enn fremur í tilkynningunni.

Hráefnin í djúpsteikta kjúklingnum frá KFC eru meðal best geymdu leyndarmála í heiminum. Eftir að Sanders ofursti bjó fyrst til uppskriftina þá læsti hann hana inni í hvelfingu í höfuðstöðvum KFC í Louisville í Kentucky í Bandaríkjunum. Þessi uppskrift, sem inniheldur 11 mismunandi kryddjurtir, er enn í notkun í dag. Ástæðan fyrir því að enginn hefur náð að svipta hulunni af henni er sú að hráefnin eru pöntuð frá tveimur mismunandi birgjum og blandan síðan útbúin af þriðja aðila. Meira að segja yfirkokkur KFC og forsvarsmenn fyrirtækisins segjast ekki vita uppskriftina.

Gögn WikiLeaks voru eitt sinn geymd í Pionen.

Þar til núna hefur bara verið eitt afrit af uppskriftinni en samkvæmt KFC hefur dulkóðað stafrænt eintak nú verið sent til Pionen í Hvítu fjöllunum í Stokkhólmi í Svíþjóð, gagnasafns sem leynist í neðanjarðarskýli sem er grafið rúma þrjátíu metra ofan í jörðina.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Matur
Fyrir 4 dögum

Þessar gömlu, góðu: Ketó-pönnsur með rjóma og sultu

Þessar gömlu, góðu: Ketó-pönnsur með rjóma og sultu
Matur
Fyrir 4 dögum

Þórarinn er maðurinn á bak við Megaviku – Hatrammar deilur í stjórn: „Ákveðnir aðilar sóttu stíft á mig að hækka verðið“

Þórarinn er maðurinn á bak við Megaviku – Hatrammar deilur í stjórn: „Ákveðnir aðilar sóttu stíft á mig að hækka verðið“
Matur
Fyrir 6 dögum

Birtir myndir af öllu sem hún borðar: Ljóstrar upp ástæðunni – Hún er ekki sú sem þið haldið

Birtir myndir af öllu sem hún borðar: Ljóstrar upp ástæðunni – Hún er ekki sú sem þið haldið
Matur
Fyrir 1 viku

Hætti á ketó og sukkaði í fríinu: Svona kemur hún sér aftur í ketósis

Hætti á ketó og sukkaði í fríinu: Svona kemur hún sér aftur í ketósis