fbpx
Mánudagur 18.mars 2019
Matur

10 hlutir sem þú vissir ekki um Kit Kat

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Fimmtudaginn 21. febrúar 2019 20:30

Kit Kat klikkar ekki.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kit Kat er eitt vinsælasta súkkulaði heims, en hve vel þekkir þú þetta vinsæla sælgæti?

Nafnið fæddist á 17. öld

Nafnið Kit Kat er tekið frá svokölluðum Kit-Cat-klúbbi þar sem stuðningsmenn Viggara hittust reglulega. Eigandinn Christopher Catling sérhæfði sig í kjötbökum sem allir kölluðu Kit Cat, sem var stytting á nafni Christophers. Það var svo Joseph Rowntree, einn af stofnendum sælgætisframleiðandans Rowntree sem bjó til Kit Kat, sem tryggði sér vörumerkið Kit Kat árið 1911.

Svona fæddist Kit Kat með dökku súkkulaði

Í heimstyrjöldinni seinni var mikill skortur á nýmjólk og því erfitt fyrir Rowntree að framleiða Kit Kat með mjólkursúkkulaði. Því ákváðu yfirmenn hjá Rowntree að draga úr nýmjólkurnotkun og þannig fæddist Kit Kat með dökku súkkulaði.

Blátt Kit Kat.

Umbúðirnar voru bláar

Þegar að dökka súkkulaðið fæddist ákvað fyrirtækið að breyta lit umbúðanna úr rauðum í bláan. Þannig voru umbúðir Kit Kat í fimm ár.

Slagorðið fæddist árið 1958

Einkenni Kit Kat er hve fallegt hljóð heyrist þegar það er brotið í sundur. Það var innblástur J. Walter Thompson þegar hann bjó til slagorðið Have a Break, Have a Kit-Kat árið 1958. Þetta slagorð er enn notað í dag.

Heilalím að sögn vísindamanna

Auglýsingar með laginu Gimme A Break fóru fyrst í loftið árið 1986 og vöktu gríðarlega lukku. Rannsóknir hafa sýnt að lagið er mikið heilalím og skipar sér í raðir með lögum eins og Y.M.C.A og Who Let the Dogs Out.

Tveir mismunandi framleiðendur

Nestle keypti Rowntree árið 1988 og framleiðir súkkulaðið fyrir heimsmarkað, nema þó fyrir Bandaríkin, þar sem Hershey‘s sér um framleiðsluna.

Misjafn fjöldi fingra

Hver eining af Kit Kat er í daglegu tali kölluð fingur. Fjöldi fingra í hverju Kit Kat er mismunandi eftir löndum. Til dæmis hefur þriggja fingra Kit Kat verið selt í Mið-Austurlöndum og í Japan eru seldar smætti útgáfur af fingrunum. Í Ástralíu og Nýja-Sjálandi finnast Kit Kat með tólf fingrum, hvorki meira né minna.

Kit Kat vafið í pítsudeig

Það eru ýmsar bragðtegundir til af Kit Kat í heiminum, en í Mið-Austurlöndum bauð Pizza Hut eitt sinn upp á Kit Kat vafið í pítsudeig.

Japanir toppa alla.

Fleiri en tvö hundruð bragðtegundir

Japan á vinninginn þegar kemur að óvenjulegum Kit Kat-stykkjum og eru til rúmlega tvö hundruð bragðtegundir þar í landi af súkkulaðinu vinsæla, þar á meðal Kit Kat með sojasósu og Kit Kat með sakebragði.

Einstök fylling

Og með hverju er Kit Kat fyllt? Jú, niðurmuldum Kit Kat stykkjum sem hafa brotnað í framleiðsluferlinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Matur
Fyrir 4 dögum

Þessar gömlu, góðu: Ketó-pönnsur með rjóma og sultu

Þessar gömlu, góðu: Ketó-pönnsur með rjóma og sultu
Matur
Fyrir 4 dögum

Þórarinn er maðurinn á bak við Megaviku – Hatrammar deilur í stjórn: „Ákveðnir aðilar sóttu stíft á mig að hækka verðið“

Þórarinn er maðurinn á bak við Megaviku – Hatrammar deilur í stjórn: „Ákveðnir aðilar sóttu stíft á mig að hækka verðið“
Matur
Fyrir 6 dögum

Birtir myndir af öllu sem hún borðar: Ljóstrar upp ástæðunni – Hún er ekki sú sem þið haldið

Birtir myndir af öllu sem hún borðar: Ljóstrar upp ástæðunni – Hún er ekki sú sem þið haldið
Matur
Fyrir 1 viku

Hætti á ketó og sukkaði í fríinu: Svona kemur hún sér aftur í ketósis

Hætti á ketó og sukkaði í fríinu: Svona kemur hún sér aftur í ketósis