fbpx
Mánudagur 18.mars 2019
Matur

Omnom kynnir nýtt súkkulaði: „Engan veginn fyrir alla en 100% fyrir suma“

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Miðvikudaginn 20. febrúar 2019 18:00

Nýja súkkulaðið er bragðsterkt.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Súkkulaðiframleiðandinn Omnom hefur sett nýtt súkkulaði á markað. Um er að ræða fyrsta 100% súkkulaðistykkið sem búið er til á Íslandi og inniheldur það engan sykur, enga mjólk, engin bragðefni og enga ávexti né hnetur.

„Engan veginn fyrir alla en 100% fyrir suma,“ segir í fréttatilkynningu frá fyrirtækinu.

„Þegar unnið er með 100% súkkulaði er mikilvægt að velja kakóbændur sem leggja alúð í sína vinnu. Enn mikilvægara er að vanda til verka við ristun baunanna þar sem hún spilar lykilatriði í hreinu súkkulaði. Við ristuðum baunirnar lengi við lágan hita,“ útskýrir Kjartan Gíslason, annar stofnenda Omnom, í tilkynningunni.

Súkkulaðið heitir Peru 100% og er búið til úr hvítu kakóbauninni Gran Nativo Blanco sem var uppgötvuð fyrir tilviljun árið 2008 í norðurhluta Perú. Þá hafði hún verið hulin í meira en öld. Er bragði Peru 100% lýst sem bitrum keimi af ristuðum valhnetum, örlitlum tóni af papæja- og sítrusávöxtum og flauelsmjúkri áferð í lokin.

„Við höfum unnið að þróun á góðu 100% súkkulaði í mörg ár en er þetta í fyrsta skipti sem að við gefum út slíkt súkkulaði,“ segir Kjartan, en nýja súkkulaðið er aðeins til í takmörkuðu upplagi.

Umbúðirnar fallegar að vanda.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Matur
Fyrir 2 dögum

Tobba gerði ótrúlega uppgötvun: „Og þetta er börnum gefið á leikskólum í Reykjavík. Galið!!!“

Tobba gerði ótrúlega uppgötvun: „Og þetta er börnum gefið á leikskólum í Reykjavík. Galið!!!“
Matur
Fyrir 3 dögum

Helgarmatur ketókroppsins: Slubbu Jóar sem slá í gegn hjá börnunum

Helgarmatur ketókroppsins: Slubbu Jóar sem slá í gegn hjá börnunum
Matur
Fyrir 3 dögum

Tíst vikunnar: „Þurftum ekkert að óttast, mamma var með stauk í veskinu“

Tíst vikunnar: „Þurftum ekkert að óttast, mamma var með stauk í veskinu“
Matur
Fyrir 4 dögum

Þórarinn er maðurinn á bak við Megaviku – Hatrammar deilur í stjórn: „Ákveðnir aðilar sóttu stíft á mig að hækka verðið“

Þórarinn er maðurinn á bak við Megaviku – Hatrammar deilur í stjórn: „Ákveðnir aðilar sóttu stíft á mig að hækka verðið“
Matur
Fyrir 4 dögum

Sjáið myndbandið: Gordon Ramsay segir Piers Morgan að fokka sér

Sjáið myndbandið: Gordon Ramsay segir Piers Morgan að fokka sér
Matur
Fyrir 5 dögum

Guðfinna komin á ketó: Fimm kíló farin á þremur vikum – Vill setja alla á ketó til að sporna við offitu

Guðfinna komin á ketó: Fimm kíló farin á þremur vikum – Vill setja alla á ketó til að sporna við offitu
Matur
Fyrir 5 dögum

Brjálaður borgarstjóri segir að spagettí Bolognese sé ekki til: „Talandi um falsfréttir“

Brjálaður borgarstjóri segir að spagettí Bolognese sé ekki til: „Talandi um falsfréttir“
Matur
Fyrir 1 viku

Hætti á ketó og sukkaði í fríinu: Svona kemur hún sér aftur í ketósis

Hætti á ketó og sukkaði í fríinu: Svona kemur hún sér aftur í ketósis
Matur
Fyrir 1 viku

Þú verður að þrífa avókadó áður en þú borðar það: Þetta er ástæðan

Þú verður að þrífa avókadó áður en þú borðar það: Þetta er ástæðan