fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Matur

Lágkolvetna ostabrauð sem bráðnar í munni

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Laugardaginn 2. febrúar 2019 11:00

Virkilega gott brauð.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þeir sem eru í kolvetnabanni þessa dagana ættu að kynna sér þessa uppskrift að ostabrauði sem er algjörlega stórkostlegt.

Lágkolvetna ostabrauð

Hráefni:

3 meðalstórir kúrbítar
2 stór egg
2 hvítlauksgeirar, smátt saxaðir
1/2 tsk. þurrkað oreganó
3 bollar rifinn ostur
1/2 bolli rifinn parmesan ostur
1/4 bolli maíssterkja
salt og pipar
chili flögur
2 tsk. fersk steinselja, söxuð
pítsasósa (til að dýfa í)

Aðferð:

Hitið ofninn í 220°C og setjið smjörpappír á ofnplötu. Rífið kúrbít með rifjárni eða í matvinnsluvél. Pakkið honum inn í hreint viskastykki og kreistið vökva úr kúrbítnum. Setjið kúrbítinn í stóra skál og blandið eggjum, hvítlauk, oreganó, 1 bolla af rifnum osti, parmesan og maíssterkju saman við. Saltið og piprið og hrærið vel. Dreifið úr deiginu á ofnplötuna og bakið í 25 mínútur. Drissið restinni af ostinum yfir brauðið sem og chili flögum og steinselju og bakið í 8 til 10 mínútur til viðbótar. Berið fram með pítsasósu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
20.12.2023

Grillaður hunangshjúpaður hestshaus með sinnepsfræjum, villihvítlauk og blóðbergi

Grillaður hunangshjúpaður hestshaus með sinnepsfræjum, villihvítlauk og blóðbergi
Matur
07.12.2023

Hátíðarbakkinn

Hátíðarbakkinn
Matur
04.11.2023

Djúsí beikonborgari með mozzarella fyllingu

Djúsí beikonborgari með mozzarella fyllingu
Matur
03.11.2023

Kjúklingalasagna sem allir elska

Kjúklingalasagna sem allir elska
Matur
20.10.2023

Salat með byggi, sætum kartöflum, graskersfræjum og hvítlauk

Salat með byggi, sætum kartöflum, graskersfræjum og hvítlauk
Matur
19.10.2023

Bragðmikil sveppasúpa

Bragðmikil sveppasúpa