fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
Matur

Kastast í kekki á meðal ketó-liða á Íslandi: „Sumir gangi svo langt í eigin sannfæringu að það jaðri við einelti“

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 19. febrúar 2019 14:00

Ekki eru allir á eitt sáttir.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Verðlaun eftir hreint frábæra viku. Sykurlaus shake með sykurlausri karamellusósu. Fæst í ísbúðinni á Akureyri.“ Svona hljómar saklaust innlegg inni á Facebook-hópnum Keto Iceland, þar sem fólk sem borðar eftir ketó-mataræðinu skiptist á ráðleggingum og uppskriftum.

Innleggið hefur vakið upp deilur á meðal ketó-liða og finnst einhverjum of margir vera að fylgjast of grannt með mataræði annarra og fljótir að benda á það þegar að fólk misstígur sig í lágkolvetnafræðum.

„Hérna, stundum borða ég venjulega pítsu þegar ég verðlauna mig, stundum eitthvað mikið verra. Ég er búinn að léttast um 16 kíló á ketó síðan í nóvember. Þetta heitir að leyfa sér, verðlauna sig. Það eina sem er erfitt á ketó og hreinlega alveg óskaplega leiðinlegt eru ketólöggurnar. Það er enginn að segja „gott hjá þér“ eða „vel gert“ heldur „þetta má ekki“, „þetta er bannað“. Ég ætla að halda áfram að skila mínum frábæra árangri og fá mér kannski venjulegan shake næst. Stútfullan af stórhættulegu stöffi. Af hverju verða stuðningsgrúbbur svo oft „það má ekki“ grúbbur í stað þess að verða stuðningshópur?“ spyr meðlimurinn sem birti upprunalega innleggið um mjólkurhristinginn.

„Að kollvarpa matarræði tekur rosalega á sálina“

Margir eru honum sammála.

„Ketó löggurnar eru eins og sumar löggurnar, halda að það sé svo svakalega stórt undir þeim að þeim leyfist að segja og gera hvað sem er. Haltu áfram, ekki láta neinn rífa þig niður,“ skrifar einn meðlimur. Annar kennir Áramótaskaupinu um, þar sem gert var grín að ketó-mataræðinu á eftirminnilegan hátt.

„Ég hef orðið vör við hrikalega mikla aukningu í löggustælum frá áramótum. Frá því þjóðin uppgvötaði Ketó með hallærislegasta hætti ever, Áramótaskaupinu. Ég upplifi að sumir gangi svo langt í eigin sannfæringu að það jaðri við einelti. Að kollvarpa matarræði tekur rosalega á sálina á mörgum, sérstaklega konum. Já, konum, ég sagði það! Það er mikill munur á að staðhæfa að hitt og þetta sé rangt, bannað, svindl og þar fram eftir götunum, og að útskýra hvoru megin við mörkin vissar matartegundir liggja – sé viðkomandi byrjandi. Mér dauðleiðast pólarnir sem sumir taka hérna.“

Svo eru það þeir sem telja að ketó sé ekki bara ein leið í mataræði, heldur að fólk geti valið sér það sem hentar þeim.

„Það er heldur ekkert til sem heitir ketóstefna, fólk gerir það allskonar og kallar það þá jafnvel eitthvað annað: dirty keto, carbnite, standard keto, keto cycling, targeted keto, LCHC, high protein keto og svo framvegis. In short, það er ekkert bara ein ríkisleið í Ketó.“

„Erum við kannski bara komin út í að það sé kúl að vera ketó“

Hins vegar eru ekki allir sammála þessu, eins og meðfylgjandi ummæli sanna:

„Er þetta stuðningsgrúbba? Er stuðningur í því að segja óreyndu fólki að það sé ketóvænt að fá sér Snickers eða aðrar óketóvænar vörur til að „verðlauna sig“? Erum við kannski bara komin út í að það sé kúl að vera ketó og við viljum bara hengja ketó „merkimiðann“ á okkur en viljum ekki fylgja ketó stefnunni? Spyr sá sem ekki veit. En til hamingju með árangurinn.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Hvalur sprakk í tætlur

Nýlegt

Matur
20.12.2023

Grillaður hunangshjúpaður hestshaus með sinnepsfræjum, villihvítlauk og blóðbergi

Grillaður hunangshjúpaður hestshaus með sinnepsfræjum, villihvítlauk og blóðbergi
Matur
07.12.2023

Hátíðarbakkinn

Hátíðarbakkinn
Matur
04.11.2023

Djúsí beikonborgari með mozzarella fyllingu

Djúsí beikonborgari með mozzarella fyllingu
Matur
03.11.2023

Kjúklingalasagna sem allir elska

Kjúklingalasagna sem allir elska
Matur
20.10.2023

Salat með byggi, sætum kartöflum, graskersfræjum og hvítlauk

Salat með byggi, sætum kartöflum, graskersfræjum og hvítlauk
Matur
19.10.2023

Bragðmikil sveppasúpa

Bragðmikil sveppasúpa