fbpx
Mánudagur 18.mars 2019
Matur

Auglýsing í Fréttablaðinu ruglar fólk í ríminu: „Þar sem kjöt snýst um fólk“

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Þriðjudaginn 19. febrúar 2019 11:00

Sérstök auglýsing hér á ferð.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í Fréttablaðinu í dag birtir verslunin SÚPER auglýsingu fyrir alls kyns matvöru. Auglýsingin hefur svo sannarlega ruglað Íslendinga í ríminu í morgunsárið, enda afar óvenjuleg.

Í auglýsingunni sést Jón Gnarr í gervi auglýsa furðulega matvöru, til dæmis kjúklingastrumpa úr 100% íslensku svínakjöti.

„Svínakjöt sem bragðast eins og kjúklingur. Ekki láta þetta góðgæti framhjá þér fara,“ stendur í auglýsingunni. Einnig er boðið upp á fisk sem er búinn til úr 100% svínakjöti. Svo er það þessi klausa:

Auglýsingin umtalaða.

„Nú eru fjölskyldudagar hjá Íslandssvín. Börnin velja saman grís sem sérfræðingar Íslandssvína hjálpa svo pabba að slátra. Matgæðingar okkar leiðbeina mömmu við matreiðsluna og svo borðar fjölskyldan saman.“

Mikil umræða hefur skapast um auglýsinguna á Facebook, til dæmis í hópnum Markaðsnördar.

„Hvað er þessi auglýsing bara? Er súper búð? Ef svo hvar er hún? Og af hverju er hún í samstarfi með Þjóðleikhúsinu? Eða á þetta að kynna ehv leikrit? Aldrei verið jafn confused við að lesa blaðið,“ skrifar Arnar Kjartansson, sem hittir einmitt naglann á höfuðið. Auglýsingin er fyrir nýju leiksýninguna Súper eftir Jón Gnarr sem frumsýnd verður þann 16. mars í Kassanum.

Auglýsingin ruglaði markaðsfólk.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Matur
Fyrir 4 dögum

Þessar gömlu, góðu: Ketó-pönnsur með rjóma og sultu

Þessar gömlu, góðu: Ketó-pönnsur með rjóma og sultu
Matur
Fyrir 4 dögum

Þórarinn er maðurinn á bak við Megaviku – Hatrammar deilur í stjórn: „Ákveðnir aðilar sóttu stíft á mig að hækka verðið“

Þórarinn er maðurinn á bak við Megaviku – Hatrammar deilur í stjórn: „Ákveðnir aðilar sóttu stíft á mig að hækka verðið“
Matur
Fyrir 6 dögum

Birtir myndir af öllu sem hún borðar: Ljóstrar upp ástæðunni – Hún er ekki sú sem þið haldið

Birtir myndir af öllu sem hún borðar: Ljóstrar upp ástæðunni – Hún er ekki sú sem þið haldið
Matur
Fyrir 1 viku

Hætti á ketó og sukkaði í fríinu: Svona kemur hún sér aftur í ketósis

Hætti á ketó og sukkaði í fríinu: Svona kemur hún sér aftur í ketósis