fbpx
Mánudagur 18.mars 2019
Matur

Þetta borðar Kylie Jenner á morgnana: „Morgunmatur er leiðinlegur“

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Mánudaginn 18. febrúar 2019 10:30

Kylie er ekki hugmyndarík á morgnana.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Áhrifavaldurinn Kylie Jenner sýndi 126 milljónum fylgjendum sínum á Instagram um helgina hvað hún borðar í morgunmat. Þá kom á daginn að hún á við sama vandamál og við hin að stríða – að gera morgunmatinn nógu spennandi.

„Ég reyni að drekka um það bil 470 millilítra á morgnana og bíða í hálftíma áður en ég borða,“ skrifaði Kylie við mynd af stóru glasi af sellerísafa.

„Í sellerí er mikið af C- og K- vítamíni en einnig fólínsýru og kalíni. Rannsóknir hafa sýnt að sellerí spilar hlutverk í að berjast gegn og koma í veg fyrir krabbamein og lifrasjúkdóma, draga úr bólgum og bæta heilsu hjartans. Stilla taugar, lina mígreni og stuðla að þyngdartapi,“ skrifaði Kylie. Þá tekur hún skýrt fram að hún drekki drykkinn til að bæta heilsuna, en ekki til að grennast.

Næst fær Kylie sér kaffi með collageni, sem ku vera gott fyrir húð, hár og neglur. Svo er komið að sjálfum matnum, en þá kvartaði Kylie.

„Morgunmatur er leiðinlegur því ég borða það sama á hverjum degi,“ skrifaði hún við mynd af eggjum, beikoni og lárperu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Matur
Fyrir 4 dögum

Þessar gömlu, góðu: Ketó-pönnsur með rjóma og sultu

Þessar gömlu, góðu: Ketó-pönnsur með rjóma og sultu
Matur
Fyrir 4 dögum

Þórarinn er maðurinn á bak við Megaviku – Hatrammar deilur í stjórn: „Ákveðnir aðilar sóttu stíft á mig að hækka verðið“

Þórarinn er maðurinn á bak við Megaviku – Hatrammar deilur í stjórn: „Ákveðnir aðilar sóttu stíft á mig að hækka verðið“
Matur
Fyrir 6 dögum

Birtir myndir af öllu sem hún borðar: Ljóstrar upp ástæðunni – Hún er ekki sú sem þið haldið

Birtir myndir af öllu sem hún borðar: Ljóstrar upp ástæðunni – Hún er ekki sú sem þið haldið
Matur
Fyrir 1 viku

Hætti á ketó og sukkaði í fríinu: Svona kemur hún sér aftur í ketósis

Hætti á ketó og sukkaði í fríinu: Svona kemur hún sér aftur í ketósis