fbpx
Miðvikudagur 20.mars 2019
Matur

Telja sig hafa fundið lækningu við liðagigt

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Mánudaginn 18. febrúar 2019 15:30

Merkileg rannsókn.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Trönuberjasafi gæti linað þjáningar kvenna með liðagigt samkvæmt nýrri rannsókn sem framkvæmd var við Londrina-háskóla í Brasilíu.

Konurnar sem tóku þátt í rannsókninni drukku trönuberjasafa í þrjá mánuði með þeim afleiðingum að magn mótefna sem ráðast á ónæmiskerfið og skemma liði lækkaði talsvert. Þegar að konurnar voru spurðar út í einkenni sín eftir þessa þrjá mánuði sögðust þær finna fyrir minni bólgu og að liðirnir væru ekki eins viðkvæmir.

Andoxunarefnin í trönuberjum gætu komið í veg fyrir viðbrögð ónæmiskerfisins sem valda sársauka og stífleika hjá fólki með liðagigt samkvæmt rannsókninni, en sagt er frá niðurstöðum hennar á vef Daily Mail.

„Rannsóknin gefur til kynna að trönuberjasafi dragi úr virkni sjúkdómsins og hafi þar af leiðandi góð áhrif á sjúklinga sem þjást af liðagigt. Hins vegar er þörf á stærri rannsóknum sem ná yfir lengra tímabil til að skoða þessi áhrif og útskýra virknina,“ segja höfundar rannsóknarinnar.

Rannsóknin er smá í smíðum og náði aðeins yfir 41 konu með liðagigt. Fylgst var með þeim í níutíu daga. 23 konur drukku hálfan lítra af trönuberjasafa á dag en átján kvennanna héldu sig við sitt hefðbundna mataræði.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Matur
Fyrir 3 dögum

Þessi kaka bragðast eins og vorið

Þessi kaka bragðast eins og vorið
Matur
Fyrir 3 dögum

Þetta borðaði Þórdís Kolbrún rétt áður en hún tók við dómsmálaráðuneytinu

Þetta borðaði Þórdís Kolbrún rétt áður en hún tók við dómsmálaráðuneytinu
Matur
Fyrir 3 dögum

Tobba gerði ótrúlega uppgötvun: „Og þetta er börnum gefið á leikskólum í Reykjavík. Galið!!!“

Tobba gerði ótrúlega uppgötvun: „Og þetta er börnum gefið á leikskólum í Reykjavík. Galið!!!“
Matur
Fyrir 5 dögum

Þórarinn er maðurinn á bak við Megaviku – Hatrammar deilur í stjórn: „Ákveðnir aðilar sóttu stíft á mig að hækka verðið“

Þórarinn er maðurinn á bak við Megaviku – Hatrammar deilur í stjórn: „Ákveðnir aðilar sóttu stíft á mig að hækka verðið“
Matur
Fyrir 5 dögum

Sjáið myndbandið: Gordon Ramsay segir Piers Morgan að fokka sér

Sjáið myndbandið: Gordon Ramsay segir Piers Morgan að fokka sér