fbpx
Mánudagur 18.mars 2019
Matur

Leyndarmál eldhússins í Hvíta húsinu

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Mánudaginn 18. febrúar 2019 19:30

Það fylgir því ákveðinn heiður að fá að vinna í eldhúsi Hvíta hússins.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Starfsmenn eldhússins í Hvíta húsinu þurfa oft að elda fyrir voldugasta fólk heims, en á vef Daily Meal er að finna skemmtilegan fróðleik um eldhúsið.

Mis afskiptasamar

Í Hvíta húsinu ríkja enn hugmyndir um úrelt kynjahlutverk og því er það hlutverk forsetafrúnna að sjá um eldhúsið og starfsfólk þess. Sumar þeirra, eins og Mamie Eisenhower, hafa tekið virkan þátt í eldhússtörfunum á meðan aðrar, eins og Eleanor Roosevelt og Melania Trump, skipta sér lítið af daglegum rekstri.

Rauði hnappurinn

Bandaríkjaforseti er með hnapp á skrifstofunni sinni og getur ýtt á hann til að panta sér snarl yfir daginn. Donald Trump ýtir á hnappinn til að panta sér ískalda kók á meðan Barack Obama nýtti sér hnappinn til að panta sér ylvolgan tebolla.

Cristeta Comerford.

Brautryðjandi í eldhúsinu

Yfirkokkurinn í eldhúsi Hvíta hússins er Cristeta Comerford, en hún hefur gegnt því starfi í tólf ár. Hún er fyrsta konan til að starfa sem yfirkokkur í Hvíta húsinu og jafnframt fyrsta asíska manneskjan til að gegna þessu starfi. Hún er fædd á Filippseyjum og kom til Bandaríkjanna árið 1985, þá 23ja ára gömul.

FIB passar matinn

Allur matur þarf að fara í gegnum bandarísku alríkislögregluna, FBI, áður en hann er settur fyrir framan forsetann. Það gilda ýmsar reglur um matinn og þarf að senda mat sem kemur að utan til starfsmanns Hvíta hússins svo enginn viti að forsetinn eigi að fá hann. Þá þarf ávallt að senda hótelmat forsetans á herbergi einhvers annars svo komist ekki upp að forsetinn hafi pantað matinn.

Þurfa lítinn fyrirvara

Starfsmenn eldhússins eru öllu vanir og geta kokkað upp veislu fyrir 140 gesti með stuttum fyrirvara ef svo ber undir. Ef forsetahjónin vilja bjóða til stórrar veislu getur eldhúsið eldað rétti fyrir allt að þúsund manns.

Brjálað að gera.

Forsetinn borgar fyrir matinn

Skattgreiðendur í Bandaríkjunum þurfa ekki að hafa áhyggjur af matarkostnaði því í hverjum mánuði fær forsetafjölskyldan reikning fyrir matnum og borgar fyrir hann úr eigin vasa.

Starfsfólkinu er annt um forsetann

Starfsfólk eldhússins lærir inn á þarfir forsetans. Því lengur sem forsetinn er við stjórnvölin, því betur þekkir starfsfólkið hann. Því fær Donald Trump til dæmis aukasósu með kvöldmatnum á meðan aðrir fá venjulegan skammt. Hann fær líka tvær kúlur af ís á meðan aðrir fá bara eina.

Mörg eldhús í gangi

Það eru í raun þrjú eldhús í Hvíta húsinu. Það er aðaleldhúsið, baksturseldhús og fjölskyldueldhús.

Donald Trump borgar brúsann fyrir þessa veislu.

Erfitt að skipta um forseta

Þegar að nýr forseti er kjörinn hefur starfsfólk eldhússins aðeins sex klukkutíma til að undirbúa komu hans. Þá er eftirlætismat þáverandi forseta fjarlægður úr búrinu og það fyllt með eftirlæti nýkjörins þjóðarleiðtoga.

Þú getur ekki sótt um vinnu

Laus störf í eldhúsinu eru ekki auglýst heldur þarf að mæla með þér svo þú eigir möguleika á vinnunni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Matur
Fyrir 4 dögum

Þessar gömlu, góðu: Ketó-pönnsur með rjóma og sultu

Þessar gömlu, góðu: Ketó-pönnsur með rjóma og sultu
Matur
Fyrir 4 dögum

Þórarinn er maðurinn á bak við Megaviku – Hatrammar deilur í stjórn: „Ákveðnir aðilar sóttu stíft á mig að hækka verðið“

Þórarinn er maðurinn á bak við Megaviku – Hatrammar deilur í stjórn: „Ákveðnir aðilar sóttu stíft á mig að hækka verðið“
Matur
Fyrir 6 dögum

Birtir myndir af öllu sem hún borðar: Ljóstrar upp ástæðunni – Hún er ekki sú sem þið haldið

Birtir myndir af öllu sem hún borðar: Ljóstrar upp ástæðunni – Hún er ekki sú sem þið haldið
Matur
Fyrir 1 viku

Hætti á ketó og sukkaði í fríinu: Svona kemur hún sér aftur í ketósis

Hætti á ketó og sukkaði í fríinu: Svona kemur hún sér aftur í ketósis