fbpx
Mánudagur 18.mars 2019
Matur

Þetta er ástæðan fyrir því að Jimmy Fallon hatar mæjónes

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Laugardaginn 16. febrúar 2019 15:00

Jimmy þolir ekki mæjónes.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Spjallþáttastjórnandinn Jimmy Fallon þolir ekki mæjónes, eina vinsælustu sósu í heimi. Þessu ljóstraði hann upp í þætti sínum í vikunni þegar hann ræddi við fyrirsætuna Kendall Jenner um hvaða matur væri ekki í uppáhaldi hjá henni.

Kendall sagðist hata banana því faðir hennar hafi borðað þá í tíma og ótíma í uppvexti hennar. Jimmy gerði gesti hins vegar agndofa þegar hann sagðist ekki geta borðað mæjónes.

Ástæðan fyrir því er sú að hann festi höfuð sitt eitt sinn á milli járnstanga og amma hans kom honum til bjargar.

„Þannig að amma sagði: Við verðum að losa hann. Smyrjum hann vel. Þannig að hún smurði mæjónesi yfir allt höfuðið mitt,“ segir Jimmy í meðfylgjandi myndbroti. Til að bæta gráu ofan á svart var mjög heitt úti þannig að lyktin varð óbærileg.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Matur
Fyrir 4 dögum

Þessar gömlu, góðu: Ketó-pönnsur með rjóma og sultu

Þessar gömlu, góðu: Ketó-pönnsur með rjóma og sultu
Matur
Fyrir 4 dögum

Þórarinn er maðurinn á bak við Megaviku – Hatrammar deilur í stjórn: „Ákveðnir aðilar sóttu stíft á mig að hækka verðið“

Þórarinn er maðurinn á bak við Megaviku – Hatrammar deilur í stjórn: „Ákveðnir aðilar sóttu stíft á mig að hækka verðið“
Matur
Fyrir 6 dögum

Birtir myndir af öllu sem hún borðar: Ljóstrar upp ástæðunni – Hún er ekki sú sem þið haldið

Birtir myndir af öllu sem hún borðar: Ljóstrar upp ástæðunni – Hún er ekki sú sem þið haldið
Matur
Fyrir 1 viku

Hætti á ketó og sukkaði í fríinu: Svona kemur hún sér aftur í ketósis

Hætti á ketó og sukkaði í fríinu: Svona kemur hún sér aftur í ketósis