fbpx
Mánudagur 18.mars 2019
Matur

Ef þið hélduð að þið vissuð hvað væri í Kit Kat þá höfðuð þið rangt fyrir ykkur

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Föstudaginn 15. febrúar 2019 16:30

Kit Kat er vinsælt.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kit Kat er eitt vinsælasta súkkulaði í heimi og minnir helst á súkkulaðihúðað ískex. Það kom hins vegar margt forvitnilegt í ljós í þættinum Inside the Factory á BBC 2 þegar kvikmyndagerðarfólk heimsótti verksmiðju Nestlé, sem framleiðir Kit Kat, í York á Englandi.

Í þættinum kom til að mynda í ljós með hverju Kit Kat væri fyllt. Kit Kat er nefnilega fyllt með niðurmuldum Kit Kat-stykkjum, nánar til tekið þeim sem brotna í framleiðsluferlinu. Litlu er því hent og fara brotnu Kit Kat-in í mulningsvél og eru notaðar sem fylling í súkkulaðið.

Þátturinn var fyrst sýndur árið 2015, en þessar merkilegu upplýsingar um Kit Kat vöktu enga sérstaka undrun þá. Í vikunni fór þátturinn hins vegar á flug á Twitter og fjölmargir netverjar sem höfðu aldrei heyrt að mulið Kit Kat væri notað til að fylla Kit Kat. Velta margir fyrir sér hvernig í ósköpunum fyrsta Kit Kat-stykkið var búið til.

Sjónvarpsþátturinn Today í Bandaríkjunum fór á stúfana, en Kit Kat er framleitt af Hershey‘s í Bandaríkjunum. Yfirmenn hjá Hershey‘s vildu ekki segja nákvæmlega til um hvernig framleiðsluferli súkkulaðisins væri en neituðu því ekki að fyllingin væri sú sama og í Bandaríkjunum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Matur
Fyrir 4 dögum

Þessar gömlu, góðu: Ketó-pönnsur með rjóma og sultu

Þessar gömlu, góðu: Ketó-pönnsur með rjóma og sultu
Matur
Fyrir 4 dögum

Þórarinn er maðurinn á bak við Megaviku – Hatrammar deilur í stjórn: „Ákveðnir aðilar sóttu stíft á mig að hækka verðið“

Þórarinn er maðurinn á bak við Megaviku – Hatrammar deilur í stjórn: „Ákveðnir aðilar sóttu stíft á mig að hækka verðið“
Matur
Fyrir 6 dögum

Birtir myndir af öllu sem hún borðar: Ljóstrar upp ástæðunni – Hún er ekki sú sem þið haldið

Birtir myndir af öllu sem hún borðar: Ljóstrar upp ástæðunni – Hún er ekki sú sem þið haldið
Matur
Fyrir 1 viku

Hætti á ketó og sukkaði í fríinu: Svona kemur hún sér aftur í ketósis

Hætti á ketó og sukkaði í fríinu: Svona kemur hún sér aftur í ketósis