fbpx
Mánudagur 18.mars 2019
Matur

Skiptar skoðanir um verð á harðfiski: 30.000 fyrir 1 kíló – „Er þetta ekki úr ekta gulli?“

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Fimmtudaginn 14. febrúar 2019 08:30

Er harðfiskur of dýr?

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Miklar umræður hafa sprottið upp í Facebook-hópnum Matartips eftir að einn notandi birti mynd af harðfiskpoka, svokölluðum Gullskífum. Um er að ræða fjörutíu gramma poka sem seldur er á 1.199 krónur, sem þýðir að kílóaverðið er tæplega þrjátíu þúsund krónur.

Einhverjum finnst nóg um þessa verðlagningu.

Umrædd færsla.

„Er þetta ekki úr ekta gulli?“ spyr einn. „Nei. Þá væri kílóverðið talsvert hærra…“ svarar annar.

Einhverjir henda því fram í umræðuna að þetta sé „túristaharðfiskur“, eða vara sem er sérstaklega markaðssett fyrir ferðamenn og því dýrari en gerist og gengur. Aðrir segja að Gullskífurnar séu ekkert sérstaklega góðar og einn meðlimur veltir fyrir sér hvort það sé annað en harðfiskurinn sem orsaki hátt verð.

„Er það ekki bara plastið sem er svona dýrt?“

Vinnsluferlið langt

Margir taka upp varnir fyrir fyrirtækið sem framleiðir Gullskífurnar, og fullyrðir að þessi harðfiskur sé ekkert dýrari en gerist og gengur.

„Vitið þið, ég á bara ofsalega erfitt með að trúa því að til séu harðfiskmógúlar sem mala gull út af okurstarfsemi,“ skrifar einn meðlimur og annar tekur undir þetta. „Þó eitthvað sé dýrt þá er það ekki sjálfkrafa græðgi.“

Svo eru aðrir sem benda á það staðreynd að vinnsluferli á harðfiski sé langt og strangt og að harðfiskur hafi alltaf verið dýr. Á vefsíðu Eyrarfisks er að finna þær upplýsingar að í vinnsluferli á harðfiski sé mikil rýrnun en að þumalputtareglan sé að fyrir tólf kíló af fiski fáist eitt kíló af harðfiski. Þá kemur einnig fram að vinnslutíminn geti verið fjórir til sjö dagar.

128% verðmunur á kílóinu

Ferðamannasíðan Must See in Iceland gerði verðkönnun á harðfiski í júlí árið 2017. Þá kom í ljós að það getur verið allt að 128 prósenta verðmunur á þessari munaðarvöru eftir því hvar er verslað. Í könnuninni kom fram að kílóaverðið í Costco væri tæpar sjö þúsund krónur, en tæplega átta þúsund krónur í Bónus. Í Hagkaupum var kílóið á rúmar 8500 krónur en í Krónunni rúmar níu þúsund krónur. Í 10-11 var kílóaverðið síðan tæplega sextán þúsund krónur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Matur
Fyrir 2 dögum

Tobba gerði ótrúlega uppgötvun: „Og þetta er börnum gefið á leikskólum í Reykjavík. Galið!!!“

Tobba gerði ótrúlega uppgötvun: „Og þetta er börnum gefið á leikskólum í Reykjavík. Galið!!!“
Matur
Fyrir 3 dögum

Helgarmatur ketókroppsins: Slubbu Jóar sem slá í gegn hjá börnunum

Helgarmatur ketókroppsins: Slubbu Jóar sem slá í gegn hjá börnunum
Matur
Fyrir 3 dögum

Tíst vikunnar: „Þurftum ekkert að óttast, mamma var með stauk í veskinu“

Tíst vikunnar: „Þurftum ekkert að óttast, mamma var með stauk í veskinu“
Matur
Fyrir 4 dögum

Þórarinn er maðurinn á bak við Megaviku – Hatrammar deilur í stjórn: „Ákveðnir aðilar sóttu stíft á mig að hækka verðið“

Þórarinn er maðurinn á bak við Megaviku – Hatrammar deilur í stjórn: „Ákveðnir aðilar sóttu stíft á mig að hækka verðið“
Matur
Fyrir 4 dögum

Sjáið myndbandið: Gordon Ramsay segir Piers Morgan að fokka sér

Sjáið myndbandið: Gordon Ramsay segir Piers Morgan að fokka sér
Matur
Fyrir 5 dögum

Guðfinna komin á ketó: Fimm kíló farin á þremur vikum – Vill setja alla á ketó til að sporna við offitu

Guðfinna komin á ketó: Fimm kíló farin á þremur vikum – Vill setja alla á ketó til að sporna við offitu
Matur
Fyrir 5 dögum

Brjálaður borgarstjóri segir að spagettí Bolognese sé ekki til: „Talandi um falsfréttir“

Brjálaður borgarstjóri segir að spagettí Bolognese sé ekki til: „Talandi um falsfréttir“
Matur
Fyrir 1 viku

Hætti á ketó og sukkaði í fríinu: Svona kemur hún sér aftur í ketósis

Hætti á ketó og sukkaði í fríinu: Svona kemur hún sér aftur í ketósis
Matur
Fyrir 1 viku

Þú verður að þrífa avókadó áður en þú borðar það: Þetta er ástæðan

Þú verður að þrífa avókadó áður en þú borðar það: Þetta er ástæðan