fbpx
Fimmtudagur 18.apríl 2024
Matur

Skiptar skoðanir um verð á harðfiski: 30.000 fyrir 1 kíló – „Er þetta ekki úr ekta gulli?“

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Fimmtudaginn 14. febrúar 2019 08:30

Er harðfiskur of dýr?

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Miklar umræður hafa sprottið upp í Facebook-hópnum Matartips eftir að einn notandi birti mynd af harðfiskpoka, svokölluðum Gullskífum. Um er að ræða fjörutíu gramma poka sem seldur er á 1.199 krónur, sem þýðir að kílóaverðið er tæplega þrjátíu þúsund krónur.

Einhverjum finnst nóg um þessa verðlagningu.

Umrædd færsla.

„Er þetta ekki úr ekta gulli?“ spyr einn. „Nei. Þá væri kílóverðið talsvert hærra…“ svarar annar.

Einhverjir henda því fram í umræðuna að þetta sé „túristaharðfiskur“, eða vara sem er sérstaklega markaðssett fyrir ferðamenn og því dýrari en gerist og gengur. Aðrir segja að Gullskífurnar séu ekkert sérstaklega góðar og einn meðlimur veltir fyrir sér hvort það sé annað en harðfiskurinn sem orsaki hátt verð.

„Er það ekki bara plastið sem er svona dýrt?“

Vinnsluferlið langt

Margir taka upp varnir fyrir fyrirtækið sem framleiðir Gullskífurnar, og fullyrðir að þessi harðfiskur sé ekkert dýrari en gerist og gengur.

„Vitið þið, ég á bara ofsalega erfitt með að trúa því að til séu harðfiskmógúlar sem mala gull út af okurstarfsemi,“ skrifar einn meðlimur og annar tekur undir þetta. „Þó eitthvað sé dýrt þá er það ekki sjálfkrafa græðgi.“

Svo eru aðrir sem benda á það staðreynd að vinnsluferli á harðfiski sé langt og strangt og að harðfiskur hafi alltaf verið dýr. Á vefsíðu Eyrarfisks er að finna þær upplýsingar að í vinnsluferli á harðfiski sé mikil rýrnun en að þumalputtareglan sé að fyrir tólf kíló af fiski fáist eitt kíló af harðfiski. Þá kemur einnig fram að vinnslutíminn geti verið fjórir til sjö dagar.

128% verðmunur á kílóinu

Ferðamannasíðan Must See in Iceland gerði verðkönnun á harðfiski í júlí árið 2017. Þá kom í ljós að það getur verið allt að 128 prósenta verðmunur á þessari munaðarvöru eftir því hvar er verslað. Í könnuninni kom fram að kílóaverðið í Costco væri tæpar sjö þúsund krónur, en tæplega átta þúsund krónur í Bónus. Í Hagkaupum var kílóið á rúmar 8500 krónur en í Krónunni rúmar níu þúsund krónur. Í 10-11 var kílóaverðið síðan tæplega sextán þúsund krónur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
20.12.2023

Grillaður hunangshjúpaður hestshaus með sinnepsfræjum, villihvítlauk og blóðbergi

Grillaður hunangshjúpaður hestshaus með sinnepsfræjum, villihvítlauk og blóðbergi
Matur
07.12.2023

Hátíðarbakkinn

Hátíðarbakkinn
Matur
04.11.2023

Djúsí beikonborgari með mozzarella fyllingu

Djúsí beikonborgari með mozzarella fyllingu
Matur
03.11.2023

Kjúklingalasagna sem allir elska

Kjúklingalasagna sem allir elska
Matur
20.10.2023

Salat með byggi, sætum kartöflum, graskersfræjum og hvítlauk

Salat með byggi, sætum kartöflum, graskersfræjum og hvítlauk
Matur
19.10.2023

Bragðmikil sveppasúpa

Bragðmikil sveppasúpa