fbpx
Mánudagur 18.mars 2019
Matur

Svona geta eftirréttir hjálpað þér að léttast

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Miðvikudaginn 13. febrúar 2019 10:00

Góðar fréttir!

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þeir sem breyta um lífsstíl standast oft freistinguna að fá sér girnilega eftirrétt og fá sér ávexti eða eitthvað annað hollt í staðinn. Ný rannsókn sem Sálfræðingafélag Bandaríkjanna birtir færir hins vegar góð rök fyrir því að láta eftirrétti eftir sér.

Þátttakendur í rannsókninni voru látnir kaupa sér mat í kaffiteríu í háskóla þar sem eftirréttir voru annað hvort fremstir á boðstólum eða síðastir. Niðurstöður rannsóknarinnar sýna að þegar að eftirréttur var það fyrsta sem mætti þátttakendum borðuðu þeir sem þáðu sneið af ostaköku sem innihélt 189 kaloríur þrjátíu prósent færri hitaeiningar í matnum en þeir sem fengu sér ekki eftirrétt.

„Við trúum því að þeir sem velji nautnalega eftirrétti fyrst velji síðan hollari aðalrétt og meðlæti til að bæta fyrir hitaeiningaríka eftirréttinn,“ segir Martin Reimann, einn af höfundum skýrslunnar og prófessor við háskólann í Arizona, í tilkynningu til MarketWatch.

„Þeir sem völdu sér hollari eftirrétti hafa ef til vill talið sér trú um að þeir væru að standa sig vel og að þeir ættu skilið hitaeiningaríkan mat þegar þeir völdu hinn matinn,“ bætir hann við.

Í niðurstöðum er því einnig velt fyrir sér hvort hægt sé að útvíkka rannsóknina og skoða hvað annað við látum eftir okkur.

„Það væri áhugavert að sjá hvort ómatartengdar nautnir hafi sömu áhrif á okkur,“ stendur í skýrslunni. „Til dæmis, ef einstaklingur þyrfti að velja mat rétt eftir dýrt nudd eða kaup á lúxusvöru. Myndi einstaklingurinn velja hollan eða þungan mat eftir það?“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Matur
Fyrir 4 dögum

Sjáið myndbandið: Gordon Ramsay segir Piers Morgan að fokka sér

Sjáið myndbandið: Gordon Ramsay segir Piers Morgan að fokka sér
Matur
Fyrir 4 dögum

Svona losnarðu við fýluna úr ruslatunnunni á 10 sekúndum

Svona losnarðu við fýluna úr ruslatunnunni á 10 sekúndum
Matur
Fyrir 5 dögum

Brjálaður borgarstjóri segir að spagettí Bolognese sé ekki til: „Talandi um falsfréttir“

Brjálaður borgarstjóri segir að spagettí Bolognese sé ekki til: „Talandi um falsfréttir“
Matur
Fyrir 5 dögum

Ekki fyrir viðkvæma: Asískur veitingastaður olli þeirra verstu martröð

Ekki fyrir viðkvæma: Asískur veitingastaður olli þeirra verstu martröð
Matur
Fyrir 1 viku

Þú verður að þrífa avókadó áður en þú borðar það: Þetta er ástæðan

Þú verður að þrífa avókadó áður en þú borðar það: Þetta er ástæðan
Matur
Fyrir 1 viku

Lágkolvetnakroppar – Þessi vikumatseðill er fyrir ykkur

Lágkolvetnakroppar – Þessi vikumatseðill er fyrir ykkur