fbpx
Sunnudagur 26.maí 2019
Matur

Þetta borðar Dolly Parton: Kálsúpukúrinn og spilavítismatur

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Þriðjudaginn 12. febrúar 2019 14:30

Dolly elskar einfaldan mat.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kántrísöngkonan Dolly Parton fagnaði 73ja ára afmæli sínu í janúar og var heiðruð fyrir framlag sitt til kántrítónlistar á nýafstaðinni Grammy-verðlaunahátíð. Þá skemmti hún einnig á hátíðinni og sannaði að hún hefur engu gleymt.

Mjótt mittismál Dollýjar, og raunar vaxtarlag hennar allt, hefur oft verið á milli tannanna á fólki og því kemur kannski á óvart að uppáhaldsmaturinn hennar er af ýmsum toga – allt frá djúpsteiktum mat til Taco Bell.

Kálsúpa.

Kálsúpan

Margir kannast við kálsúpukúrinn sem felst í því að borða ótakmarkað af kálsúpu í eina viku með það að markmiði að grennast. Kúrinn gengur einnig undir nafninu Dolly Parton-kúrinn. Óljóst er hvort Dolly hafi verið upphafskona kúrsins en ljóst er að hún hefur prófað hann margoft.

Dumplings.

Kjúklingur og gufusoðnir koddar

Í viðtali við Parade árið 2011 var Dolly spurð hver væri hennar sérréttur. Það stóð ekki á svörunum: Kjúklingur og dumplings, sem mætti helst lýsa á íslensku sem gufusoðnir koddar, fylltir með ýmsu.

Spilavítisréttur

Dolly er ekki hrifin af mjög fáguðum réttum en elskar réttinn Clams Casino, eins og hún sagði frá í viðtali við New York Times. Rétturinn á uppruna sinn að rekja til spilavítisins Little Casino á Rhode Island og samanstendur af skelfiski með brauðraspi og beikoni. Ólíkt flestum vill Dolly að skelfiskurinn sé saxaður og blandað saman við rasp og beikon þar sem hún fílar ekki áferðina á fiskinum.

Clams Casino.

Steikt svínakjöt

Í sama viðtali við New York Times ljóstraði söngkonan upp hvaða mat hún elskar mest að elda fyrir gesti. Svarið var einfalt: Steikt svínakjöt, grænar baunir og djúpsteikt okra. Dolly bætti jafnframt við að hún vilji hafa kjötið sitt feitt, ekki magurt.

Skeljar á Taco Bell.

Taco Bell

Í nýlegu viðtali við Sirius XM sagði Dolly að hún og eiginmaður hennar, Carl Dean, elski að fari í lúguna á Taco Bell þegar þau fara á stefnumót saman. „Ég elska taco hjá þeim. Þeir bjóða líka upp á litlar pítsur sem ég elska,“ sagði Dolly.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Grannar munu berjast

Ekki missa af

Matur
Fyrir 6 dögum

Halle Berry ljóstrar upp hvernig hún hefur náð að vera á ketó svona lengi

Halle Berry ljóstrar upp hvernig hún hefur náð að vera á ketó svona lengi
Matur
Fyrir 1 viku

Einfaldir réttir fyrir Eurovision sem henta öllum

Einfaldir réttir fyrir Eurovision sem henta öllum
Matur
Fyrir 1 viku

Þetta eru hollustu bjórarnir sem þú getur drukkið

Þetta eru hollustu bjórarnir sem þú getur drukkið
Matur
Fyrir 1 viku

Eigandinn haltrandi í eldhúsinu: „Það hefur mikið gengið á í verksmiðjunni undanfarna daga“

Eigandinn haltrandi í eldhúsinu: „Það hefur mikið gengið á í verksmiðjunni undanfarna daga“
Matur
Fyrir 1 viku

Léttir réttir til að hringja inn sumarið – Drífðu þig inn í eldhús

Léttir réttir til að hringja inn sumarið – Drífðu þig inn í eldhús
Matur
Fyrir 1 viku

Sláandi myndband – Vinsælt eldunarsprey sagt valda sprengingum í eldhúsum – Bruni, blinda og afskræming

Sláandi myndband – Vinsælt eldunarsprey sagt valda sprengingum í eldhúsum – Bruni, blinda og afskræming