fbpx
Fimmtudagur 21.mars 2019
Matur

Frosthörkurnar skilja eftir sig ótrúlegan hlut: Svona getur náttúran verið mögnuð

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Þriðjudaginn 12. febrúar 2019 08:30

Draugaeplin eru undurfögur.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Miklar frosthörkur hafa verið í Bandaríkjunum að undanförnu og hefur fólk vestan hafs sett ýmsar myndir á samfélagsmiðla til að sýna nákvæmlega hve kalt það hefur verið.

Bandaríkjamaðurinn Andrew Sietsema toppar vafalaust marga með myndum sem hann birti á Facebook. Myndirnar sýna eplalaga klaka á eplatrjám í Michigan.

Það sem gerðist í þessu tilviki var að svo kalt var að eplin urðu loks umlukin ís. Þegar að hlýnaði varð hins vegar ekki nógu hlýtt til að klakinn bráðnaði, en nógu hlýtt til að eplin inni í íshjúpnum urðu að mauki og runnu út um glufur á íshjúpnum. Það sem eftir stóð var síðan ísepli eins og sést á myndum Andrews, eða svokölluð draugaepli.

Ekki er um að ræða algenga sjón, en þó hægt að finna slík draugaepli þegar mikið frost grípur eplagarða víðs vegar um heiminn.

Svona getur náttúran verið mögnuð.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Matur
Fyrir 3 dögum

Ótrúleg brella til að hella upp á betra kaffi

Ótrúleg brella til að hella upp á betra kaffi
Matur
Fyrir 4 dögum

Svona býrðu til smjör frá grunni

Svona býrðu til smjör frá grunni
Matur
Fyrir 5 dögum

Tobba gerði ótrúlega uppgötvun: „Og þetta er börnum gefið á leikskólum í Reykjavík. Galið!!!“

Tobba gerði ótrúlega uppgötvun: „Og þetta er börnum gefið á leikskólum í Reykjavík. Galið!!!“
Matur
Fyrir 5 dögum

Heimagerð tómatsósa að hætti Amöndu

Heimagerð tómatsósa að hætti Amöndu