fbpx
Fimmtudagur 18.apríl 2019
Matur

Þetta gerist fyrsta klukkutímann eftir að þú drekkur sykraðan gosdrykk

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Mánudaginn 11. febrúar 2019 17:30

Ansi mikill sykur fyrir líkamann.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það eru að jafnaði 35 grömm af sykri í 330 millilítra dós af sykruðum gosdrykk, sem er nánast jafnmikið og hámarks sykurinntaka sem mælt er með fyrir karlmenn á degi hverjum.

En hvað gerist fyrsta klukkutímann eftir að þú drekkur sykraðan gosdrykk?

Innan 20 mínútna ferðu í sykurvímu. Blóðsykurinn rýkur upp og þá losnar hormónið insúlín fljótt úr læðingi. Lifrin reynir að vega á móti þessu með því að breyta aukasykrinum í fitu og geyma hana í líkamanum.

Innan 40 mínútna hefur líkaminn dregið í sig allt koffínið í drykknum og bregst við því. Sjáöldrin víkka, blóðþrýstingur hækkar og lifrin setur enn meiri sykur í blóðrásina.

Eftir um það bil 45 mínútur eykur líkaminn framleiðslu dópamíns sem gefur neytandanum gleðitilfinningu. Þessi viðbrögð minna um margt á áhrif heróíns á líkamann.

Eftir 60 mínútur kemur sykurfallið. Þá getur þú upplifað þreytu, skapsveiflur, deyfð og óskýra hugsun.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Matur
Fyrir 5 dögum

Hér færðu ódýrustu páskaeggin – Mörg hundruð króna munur á milli verslana

Hér færðu ódýrustu páskaeggin – Mörg hundruð króna munur á milli verslana
Matur
Fyrir 5 dögum

Þessir æðislegu snúðar eru fylltir með Royal-búðingi – Alveg satt

Þessir æðislegu snúðar eru fylltir með Royal-búðingi – Alveg satt