Sunnudagur 08.desember 2019
Matur

Áskorun á vinsælum veitingastað klikkaði svakalega – Slökkviliðið kom henni til bjargar

Ritstjórn Pressunnar
Mánudaginn 2. desember 2019 21:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Slökkviliðið í Ammon í Idaho í Bandaríkjunum fékk býsna óvenjulegt útkall á veitingastað á dögunum. Hópur ungmenna hafði komið á veitingastaðinn Chick-fil-A þegar ein stúlka í hópnum, hin sextán ára Addison Trent, féllst á að framkvæma áskorun eftir þrýsting frá vinum sínum.

Áskorunin var á þá leið að Addison átti að troða sér ofan í barnastól á veitingastaðnum. Ekki vildi betur til en svo að hún sat pikkföst í stólnum og báru ítrekaðar tilraunir vina hennar og starfsmanna til að losa hana engan árangur.

Því var brugðið á það ráð að hringja á slökkviliðið og það var ekki fyrr en liðsmenn þess komu á staðinn að þeim tókst að losa stúlkuna.

„Hún var nokkuð hress þegar við komum en virtist þó vera dálítið vandræðaleg. Vinir hennar voru líka á fullu að taka myndir fyrir Snapchat og Instagram – eins og unglingar gera,“ segir Jesse Williams, fulltrúi slökkviliðsins í Ammon.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Matur
Fyrir 1 viku

Jólasmákökur sem fólk á ketó dýrkar – Súpereinföld uppskrift

Jólasmákökur sem fólk á ketó dýrkar – Súpereinföld uppskrift
Matur
Fyrir 1 viku

Sviplegt fráfall MasterChef-stjörnu skekur veitingabransann – Jamie Oliver í molum

Sviplegt fráfall MasterChef-stjörnu skekur veitingabransann – Jamie Oliver í molum
Matur
Fyrir 1 viku

Súpan sem gerir góðan dag enn betri – Uppskrift

Súpan sem gerir góðan dag enn betri – Uppskrift
Matur
Fyrir 1 viku

Matarmógúll látinn aðeins 38 ára að aldri – Deitaði Britney Spears og Jennifer Aniston

Matarmógúll látinn aðeins 38 ára að aldri – Deitaði Britney Spears og Jennifer Aniston
Matur
Fyrir 2 vikum

Hann borðaði ekkert nema KFC í viku og endaði með því að léttast

Hann borðaði ekkert nema KFC í viku og endaði með því að léttast
Matur
Fyrir 3 vikum

Krummi stal jólamatnum af Jóa Fel – „Tignarlegt dýr“

Krummi stal jólamatnum af Jóa Fel – „Tignarlegt dýr“
Matur
Fyrir 3 vikum

Auglýsingu kippt úr birtingu eftir að Mel B reiddist og bað um „tafarlaus“ viðbrögð

Auglýsingu kippt úr birtingu eftir að Mel B reiddist og bað um „tafarlaus“ viðbrögð
Matur
Fyrir 3 vikum

Sunneva gefur góð ráð um matarinnkaup: „Pro tip frá mér“

Sunneva gefur góð ráð um matarinnkaup: „Pro tip frá mér“