fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Matur

Eru þessar mýtur um jólahlaðborð sannar?

Kristján Kristjánsson
Laugardaginn 14. desember 2019 21:00

Mynd úr safni. Mynd:Pixabay

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nú er tími jólahlaðborða og margir sem fara á eitt slíkt eða jafnvel fleiri. Margar mýtur eru til um jólahlaðborð og aðallega áfengisneyslu fólks í tengslum við borðhaldið og áhrif hennar. En eiga þær allar við rök að styðjast?

Þessu reyndi Danska ríkisútvarpið nýlega að svara og ræddi af því tilefni við Janne Tolstrup, prófessor hjá dönsku lýðheilsustofnuninni, sem starfar við áfengisrannsóknir.

Feitur jólamatur dregur úr áfengisáhrifum. Þetta er ein af mýtunum tengdum jólahlaðborðum og áfengisneyslu. En Tolstrup sagði að þetta sé ekki rétt. Það skipti engu máli hvort fólk borðar feitan mat eða ekki áður en farið er út á lífið. Hún benti einnig á aðra svipaða mýtu sem gengur út á að það sé gott að drekka rjóma áður en áfengi er drukkið því hann myndi himnu í kringum áfengið sem komi í veg fyrir ölvunarástand.

„En það er heldur ekki rétt. Áfengi leysir fituna upp. Hugsaðu bara út í þegar þú fjarlægir fitu með gluggahreinsiefni. Það er alkóhól í því því það er mjög fituuppleysandi.“

Sagði hún en bætti við að hún telji þó að það skipti máli að fólk hafi borðað nýlega áður en það drekkur áfengi. Áfengið sé lengur að dreifast um líkamann þegar matur sé í maganum. Ef það komi niður í tóman maga berist það hraðar út í blóðrásina.

„Ég verð ruglaður af snöfsum“. Þetta hafa margir sagt í gegnum tíðina og örugglega ansi oft á jólahlaðborðum enda eru snafsar vinsælir í tengslum við þau.

Tolstrup sagði að engar vísindalegar sannanir væru að baki þessari fullyrðingu og raunar hafi snafsar ekki öðruvísi áhrif á fólk en annað sterkt vín. Hún sagði það þó skipta máli hvernig sterkt áfengi er drukkið, snafsnar séu oft drukknir hratt þannig að fólk innbyrði mikið magn á skömmum tíma og þeir séu oft drukknir snemma í jólahlaðborðum og því sé fólk oft með tóma maga og því geti því fundist sem þeir hafi sérstaklega mikil áhrif.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
20.12.2023

Grillaður hunangshjúpaður hestshaus með sinnepsfræjum, villihvítlauk og blóðbergi

Grillaður hunangshjúpaður hestshaus með sinnepsfræjum, villihvítlauk og blóðbergi
Matur
07.12.2023

Hátíðarbakkinn

Hátíðarbakkinn
Matur
04.11.2023

Djúsí beikonborgari með mozzarella fyllingu

Djúsí beikonborgari með mozzarella fyllingu
Matur
03.11.2023

Kjúklingalasagna sem allir elska

Kjúklingalasagna sem allir elska
Matur
20.10.2023

Salat með byggi, sætum kartöflum, graskersfræjum og hvítlauk

Salat með byggi, sætum kartöflum, graskersfræjum og hvítlauk
Matur
19.10.2023

Bragðmikil sveppasúpa

Bragðmikil sveppasúpa