fbpx
Föstudagur 25.september 2020
Matur

Er ketó öruggt á meðgöngu? Næringarfræðingur svarar

DV Matur
Fimmtudaginn 7. nóvember 2019 13:07

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vinsældir ketó hafa aukist gríðarlega síðastliðin misseri. Enn fleiri segja skilið við kolvetni og fylgja þessu fituríka mataræði. En er hægt að fylgja þessu mataræð á öllum stigum lífsins, meðal annars meðgöngu?

Næringarfræðingurinn Abbey Sharp heldur úti vinsælli YouTube-rás og skoðar þar mataræði annarra áhrifavalda á miðlinum. Í nýjasta myndbandi hennar skoðar hún mataræði hjónanna Matt og Megha á rásinni Keto Connect, en þau eru bæði, eins og nafnið gefur til kynna, á ketó. Megha er nýbúin að eignast barn og er með það á brjósti í því myndbandi.

Abbey skoðar í byrjun myndbandisins hvort ketó sé öruggt á meðgöngu og hvaða rannsóknir eru til um málið.

Í stuttu máli þá eru ýmsar áhættur sem fylgja því þegar kona er ketó eða á lágkolvetnamataræði á meðgöngu. Samkvæmt nýrri rannsókn þá eru 30 prósent meiri líkur að barn fæðist með fæðingargalla í taugakerfi (NTD) ef móðirin er á lágkolvetnamataræði heldur en hefðbundnu mataræði. Ástæðan fyrir því er skortur á fólínsýru. Abbey nefnir einnig hægðatregðu og áhyggjur af þroska fóstursins. Abbey fer nánar út í það í myndbandinu hér að neðan og í bloggfærslunni sem þú getur lesið hér.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

FréttirMatur
Fyrir 3 vikum

Sykurlaus guðdómleg gulrótarkaka – Geggjuð gleði

Sykurlaus guðdómleg gulrótarkaka – Geggjuð gleði
Matur
Fyrir 3 vikum

Líklega fallegasti hamborgari landsins – kroppurinn elskar hann

Líklega fallegasti hamborgari landsins – kroppurinn elskar hann
Matur
Fyrir 4 vikum

Embla Ósk prófaði hráfæði í mánuð – Þetta er það sem hún lærði

Embla Ósk prófaði hráfæði í mánuð – Þetta er það sem hún lærði
Matur
23.08.2020

Eldhúshetjan Eva – Ritzkexhjúpaður camembert sem tryllir

Eldhúshetjan Eva – Ritzkexhjúpaður camembert sem tryllir
Matur
16.08.2020

Trylltur kjúklingur með rjómaosti, döðlum og sólþurrkuðum tómötum

Trylltur kjúklingur með rjómaosti, döðlum og sólþurrkuðum tómötum
Matur
16.08.2020

Sjúkleg eplabaka með súkkulaði og kókos

Sjúkleg eplabaka með súkkulaði og kókos