fbpx
Þriðjudagur 04.ágúst 2020
Matur

Jólin í hættu vegna umdeildra breytinga MS – „Hvaða samsæri er þetta?“

DV Matur
Miðvikudaginn 6. nóvember 2019 11:15

Facebook logar og jólin í bráðri hættu.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Miklar og heitar umræður hafa spunnist inni í Facebook-hópnum Beauty Tips og á einkaveggjum Facebook-notanda vegna Jólajógúrts Mjólkursamsölunnar. Svo virðist sem kurlinu, eða „namminu“ sem fylgir jógúrtinu hafi verið breytt. Í staðinn fyrir ljósar og dökkar kúlur, eins og neytendur eru vanir, er búið að skipta kúlunum út fyrir alls kyns kurl í mörgum litum.

„Er það bara ég eða eru fleiri sem eru sárir yfir því að það er búið að breyta skrautinu á jólajógúrtinu frá MS?“ spyr upphafskona þráðarins í Beauty Tips fyrir um klukkustund. Viðbrögðin láta ekki á sér standa og stefnir í að ummæli við spurninguna nái hundrað innan skamms. Flest eru viðbrögðin neikvæð og virðist þessi breyting koma aðdáendum jólajógúrts í mikið uppnám.

Hér má sjá skjáskot af umræðum í Beauty Tips og þar sést munurinn á kurlinu greinilega. Til vinstri er gamla góða jógúrtin og til hægri sú nýja.

„Ég er BRJÁLUÐ! Án gríns!!!“ skrifar einn meðlimur hópsins og annar bætir um betur: „Hvaða samsæri er þetta?“

Einn meðlimur segist einfaldlega ætla að finna sér annað jólagóðgæti til að fjárfesta í.

„Ég hætti við að kaupa þetta þegar ég sá kurlið. Varð vandræðalega sár.“

Snertir viðkvæma taug

Alexandra Sif Nikulásdóttir, líkamsræktargúrú, er ein af þeim sem skrifar athugasemd við færsluna og virðist þetta snerta viðkvæma taug í henni.

„Þetta er ekkert sama jógúrtið, þvílíkur brandari! Á þetta að vera eitthvað hollara?! Alltaf verið að röfla að það sé svo mikill sykur í þessu hver einustu jól útaf börnunum. Það má ekki neitt. Þetta er einu sinni á ári og hægt að hafa þetta sem spari fyrir börnin. Er búin að elska þetta frá því ég var yngri, mestu vonbrigði sem ég veit,“ skrifar hún.

Einhverjir tala um að jólin séu ónýt vegna breytinganna og er hvatt til þess að senda kvörtun á Mjólkursamsöluna. Það hafa sumir innan hópsins gert en ekki fengið svar enn. DV hafði samband við Sunnu Gunnars Marteinsdóttur, samskiptastjóra Mjólkursamsölunnar, sem varpar ljósi á breytingarnar umdeildu.

„Við vorum því miður tilneydd að gera breytinguna,“ segir Sunna og heldur áfram. „Framleiðandi toppanna, sem er í Danmörku, tilkynnti okkur að þeir ætluðu ekki að halda áfram framleiðslu á toppinum eins og hann var. Við fengum því nokkra nýja möguleika frá framleiðandanum sem við prófuðum á hóp af neytendum og þetta varð niðurstaðan.“

Á einkavegg eins Facebook-notanda er nýja kurlinu lýst betur.

„Er bara engin að tala um að MS sé búið að breyta jólajógúrtinu? Skrautið ofan á er ekki ósvipað páskajógúrtinu þeirra núna og búið er að fjarlægja lakkrísflögurnar eða hvað þetta djúsí dæmi var og litlu sætu jólatrén. Súkkulaðið er núna bara flögur en ekki ómótstæðilegar stökkar kúlur. ALGJÖR HNEISA, VÉR MÓTMÆLUM ALLIR,“ skrifar notandinn og margir sammála um að jólakurlið líkist nú páskakurlinu sem fylgir Páskajógúrtinni. Einhverjir velta fyrir sér hvort þurfi að hætta við jólin.

„Best að hætta við að halda upp á jólin, engin tilgangur í því núna.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Í vikunni

Matur
30.06.2020

Bjóðið fráskildum vinum ykkar í mat

Bjóðið fráskildum vinum ykkar í mat
Matur
27.06.2020

Bestu brönsstaðir borgarinnar – Þessir þykja skara fram úr

Bestu brönsstaðir borgarinnar – Þessir þykja skara fram úr
Matur
23.06.2020

Þetta er næst versta pítsaáleggið á eftir ananas segir Guðni Th.

Þetta er næst versta pítsaáleggið á eftir ananas segir Guðni Th.
Matur
22.06.2020

Eitt furðulegasta tilboðið á Íslandi – 50% afsláttur ef þú uppfyllir eitt skilyrði

Eitt furðulegasta tilboðið á Íslandi – 50% afsláttur ef þú uppfyllir eitt skilyrði
Matur
08.06.2020

Svona leit McDonalds út á níunda og tíunda áratugnum

Svona leit McDonalds út á níunda og tíunda áratugnum
Matur
07.06.2020

Þetta borðar Edda Hermanns á venjulegum degi

Þetta borðar Edda Hermanns á venjulegum degi
Matur
02.06.2020

Skerðu vatnsmelónuna á skotstundu með tannþræði

Skerðu vatnsmelónuna á skotstundu með tannþræði
Matur
01.06.2020

Fimm ráð sem gera þig að betri grillara

Fimm ráð sem gera þig að betri grillara