fbpx
Þriðjudagur 11.ágúst 2020
Matur

Hætti í vinnunni til að borða skyndibitamat á YouTube

DV Matur
Þriðjudaginn 5. nóvember 2019 10:10

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Charna Rowley sagði upp vinnunni sinni í þeirri von um að vera næsta Mukbang stjarnan á YouTube. Mukbang myndbönd eru mjög vinsæl á YouTube. Þessi myndbandastíll kom fyrst frá Suður-Kóreu og snýst um að fólk er að spjalla og borða fyrir framan myndavélina.

Margir þeirra sem gera Mukbang myndbönd borða óhóflega mikið magn af mat í einu og vill Charna verða ein af þeim. Hún vill borða McDonalds, kínverskan skyndibitamat og Pizza Hut fyrir framan myndavél og deila afrakstrinum á YouTube.

Mynd: Mirror

Charna, 22 ára, tekur myndbönd af sér innbyrða um 5500 kaloríur í einu. Venjulega fær hún um 5 til 10 þúsund áhorf en vinsælasta myndbandið hennar hefur fengið yfir 50 þúsund áhorf. Til þess að eltast við draum sinn að verða YouTube-stjarna hefur hún sagt upp vinnunni sinni. Hún vinnur að hluta til nú í vöruhúsi á meðan hún reynir fyrir sér á samfélagsmiðlinum.

Charna segir markmið sitt vera að geta borðað 10 þúsund kaloríur í einni máltíð.

„Ég verð bara að sýna hversu örugg ég er. Það festist kannski eitthvað í tönnunum á mér eða í kringum munninn en fólk elskar hversu fyndin ég er,“ segir hún við Mirror.

„Ég fæ oft neikvæð komment, fólk segir hversu feit ég er, hversu sæt ég gæti orðið ef ég myndi ekki borða svona mikið, en ég bara svara þeim oftast ekki.“

Mynd: Mirror

Hún segist njóta þess að taka upp Mukbang myndbönd og það gefi henni aukið sjálfsöryggi.

Charna er um 100 kíló og fer í ræktina fjórum sinni í viku til að vega á móti óheilbrigðu mataræði sínu. Hún og kærasti hennar taka oft upp myndbönd saman og segist móðir hennar styðja hana áfram í nýja ferlinum.

Hér að neðan geturðu horft á vinsælasta myndbandið hennar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Í vikunni

Matur
26.06.2020

Fullkomið pasta í kosningapartýið

Fullkomið pasta í kosningapartýið
Matur
26.06.2020

Leyfði lirfunum í spergilkálinu að lifa – Sjáðu hvað gerðist

Leyfði lirfunum í spergilkálinu að lifa – Sjáðu hvað gerðist
Matur
14.06.2020

Ketó kartöflusalat – „Betra en fyrirmyndin ef eitthvað er“

Ketó kartöflusalat – „Betra en fyrirmyndin ef eitthvað er“
Matur
13.06.2020

Þetta borðar Guðmundur Franklín á venjulegum degi

Þetta borðar Guðmundur Franklín á venjulegum degi
Matur
06.06.2020

Íslendingar óðir í brasilísk ber

Íslendingar óðir í brasilísk ber
Matur
05.06.2020

Sumarkokteilinn sem tryllir partýið

Sumarkokteilinn sem tryllir partýið