Föstudagur 17.janúar 2020
Matur

Hætti í vinnunni til að borða skyndibitamat á YouTube

DV Matur
Þriðjudaginn 5. nóvember 2019 10:10

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Charna Rowley sagði upp vinnunni sinni í þeirri von um að vera næsta Mukbang stjarnan á YouTube. Mukbang myndbönd eru mjög vinsæl á YouTube. Þessi myndbandastíll kom fyrst frá Suður-Kóreu og snýst um að fólk er að spjalla og borða fyrir framan myndavélina.

Margir þeirra sem gera Mukbang myndbönd borða óhóflega mikið magn af mat í einu og vill Charna verða ein af þeim. Hún vill borða McDonalds, kínverskan skyndibitamat og Pizza Hut fyrir framan myndavél og deila afrakstrinum á YouTube.

Mynd: Mirror

Charna, 22 ára, tekur myndbönd af sér innbyrða um 5500 kaloríur í einu. Venjulega fær hún um 5 til 10 þúsund áhorf en vinsælasta myndbandið hennar hefur fengið yfir 50 þúsund áhorf. Til þess að eltast við draum sinn að verða YouTube-stjarna hefur hún sagt upp vinnunni sinni. Hún vinnur að hluta til nú í vöruhúsi á meðan hún reynir fyrir sér á samfélagsmiðlinum.

Charna segir markmið sitt vera að geta borðað 10 þúsund kaloríur í einni máltíð.

„Ég verð bara að sýna hversu örugg ég er. Það festist kannski eitthvað í tönnunum á mér eða í kringum munninn en fólk elskar hversu fyndin ég er,“ segir hún við Mirror.

„Ég fæ oft neikvæð komment, fólk segir hversu feit ég er, hversu sæt ég gæti orðið ef ég myndi ekki borða svona mikið, en ég bara svara þeim oftast ekki.“

Mynd: Mirror

Hún segist njóta þess að taka upp Mukbang myndbönd og það gefi henni aukið sjálfsöryggi.

Charna er um 100 kíló og fer í ræktina fjórum sinni í viku til að vega á móti óheilbrigðu mataræði sínu. Hún og kærasti hennar taka oft upp myndbönd saman og segist móðir hennar styðja hana áfram í nýja ferlinum.

Hér að neðan geturðu horft á vinsælasta myndbandið hennar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Matur
Fyrir 1 viku

Missti 63 kíló á „leti-ketó“ – „Ég er ekki að nota einhver gröf eða reiknivélar“

Missti 63 kíló á „leti-ketó“ – „Ég er ekki að nota einhver gröf eða reiknivélar“
Matur
Fyrir 1 viku

Aðdáendur í áfalli yfir innihaldi ísskáps Kim Kardashian – Sjáðu hvað er raunverulega í eldhúsinu hennar

Aðdáendur í áfalli yfir innihaldi ísskáps Kim Kardashian – Sjáðu hvað er raunverulega í eldhúsinu hennar
Matur
Fyrir 2 vikum

Friðrik Dór gleymdi lykilhráefni: „Ég biðst innilega afsökunar á þessum mistökum“

Friðrik Dór gleymdi lykilhráefni: „Ég biðst innilega afsökunar á þessum mistökum“
Matur
Fyrir 2 vikum

Er erfitt að vera ketó yfir hátíðarnar? Þá skaltu skoða þessa uppskrift

Er erfitt að vera ketó yfir hátíðarnar? Þá skaltu skoða þessa uppskrift
Matur
Fyrir 3 vikum

Listin að brúna kartöflur

Listin að brúna kartöflur
Matur
Fyrir 4 vikum

Gýs minna upp úr bjórdósinni ef slegið er á lok hennar áður en hún er opnuð?

Gýs minna upp úr bjórdósinni ef slegið er á lok hennar áður en hún er opnuð?