Miðvikudagur 11.desember 2019
Matur

Sviplegt fráfall MasterChef-stjörnu skekur veitingabransann – Jamie Oliver í molum

DV Matur
Miðvikudaginn 27. nóvember 2019 10:08

Gary Rhodes er látinn.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sjónvarpskokkurinn Gary Rhodes lést í gær, 59 ára að aldri. Þetta staðfesti fjölskylda hans við Daily Mail nú í morgunsárið. Gary lést í Dúbaí, þar sem hann hefur búið síðan árið 2011. Gary skilur eftir sig eiginkonuna Jennie Rhodes og tvö börn.

„Rhodes-fjölskyldan er í molum að þurfa að tilkynna fráfall ástkærs eiginmanns, föður og bróður,“ stendur í yfirlýsingu frá fjölskyldunni. „Gary lést í gærkvöldi, þriðjudagskvöldið 26. Nóvember 2019, 59 ára að aldri, með ástkæra eiginkonu sína Jennie sér við hlið. Fjölskyldan þakkar öllum fyrir stuðninginn og biður um að einkalíf sitt sé virt að svo stöddu.“

Gary ásamt fjölskyldu sinni. Mynd: Getty Images

Fjölmargir þekktir einstaklingar innan veitingageirans hafa vottað fjölskyldunni samúð sína í ljósi frétta morgunsins, þar á meðal stjörnukokkurinn Jamie Oliver. Hann birtir falleg skilaboð um Gary á Instagram-síðu sinni.

„Innilegar samúðarkveðjur til eiginkonu hans, barna, vina og fjölskyldu. Ég sendi ást og hlýju,“ skrifar hann. „Gary var stórkostlegur kokkur og frábær sendiherra breskrar matseldar. Hann var mér mikill innblástur þegar ég var ungur.“

Þá eru flestir sammála um að Gary hafi umbreytt breskri matseld með „fágun og fjöri,“ eins og Jamie orðar það.

Kokkurinn Simon Hulstone tístir einnig samúðarkveðjum til aðstandenda Gary.

„Þvílík skínandi stjarna í breskum matarfræðum. Hvíldu vel kokkur.“

Kokkurinn Daniel Clifford gerir slíkt hið sama á samfélagsmiðlum.

„Hvíl í friði,“ skrifar hann. „Þú opnaðir dyr fyrir svo marga, unga, enska kokka.“

Gary vakti fyrst athygli um aldamótin 2000 og var meðal annars kynnir í þáttum eins og MasterChef og Hell‘s Kitchen. Hann skrifaði hátt í tuttugu matreiðslubækur og náði að krækja sér í fimm Michelin-stjörnur á ferlinum.

Gary með eina af bókum sínum. Mynd: Getty Images
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Matur
Fyrir 1 viku

Áskorun á vinsælum veitingastað klikkaði svakalega – Slökkviliðið kom henni til bjargar

Áskorun á vinsælum veitingastað klikkaði svakalega – Slökkviliðið kom henni til bjargar
Matur
Fyrir 1 viku

Í sjokki þegar hann sá hvað stóð á kvittuninni frá skyndibitastaðnum

Í sjokki þegar hann sá hvað stóð á kvittuninni frá skyndibitastaðnum
Matur
Fyrir 3 vikum

Alvarlegar ásakanir á hendur McDonald‘s – Lág laun og kynferðislegt ofbeldi

Alvarlegar ásakanir á hendur McDonald‘s – Lág laun og kynferðislegt ofbeldi
Matur
Fyrir 4 vikum

Íslendingar óðir í matartips Þorgeirs – „Mér fannst ég vera alveg nógu feitur fyrir“

Íslendingar óðir í matartips Þorgeirs – „Mér fannst ég vera alveg nógu feitur fyrir“