fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Matur

Matarmógúll látinn aðeins 38 ára að aldri – Deitaði Britney Spears og Jennifer Aniston

DV Matur
Mánudaginn 25. nóvember 2019 13:14

Harry Morton.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Veitingastaðamógúllinn Harry Morton er látinn, aðeins 38 ára að aldri. Harry fannst látinn á heimili sínu í Beverly Hills. Ekkert bendir til þess að andlátið hafi borið að með glæpsamlegum hætti en beðið er eftir krufningsskýrslu. Miðillinn TMZ sagði fyrstur frá andláti Harry.

Harry stofnaði veitingastaðakeðjuna Pink Taco og eru veitingastaðir keðjunnar til dæmis í Los Angeles, Chicago og Las Vegas. Þá átti Harry einnig eitt sinn næturklúbbinn Viper Room í Vestur-Hollywood.

Lindsay Lohan og Harry voru saman um nokkurt skeið.

Harry var mjög áberandi í skemmtanabransanum og hefur deitað heimsfrægar konur á borð við Demi Moore, Lindsay Lohan, Paris Hilton, Jennifer Aniston og Britney Spears.

Það má segja að veitingastaðarekstur hafi verið Harry í blóð borinn. Faðir hans, Peter Morton, var meðal stofnenda Hard Rock Café og afi hans, Arnie Morton, stofnaði veitingastaðinn Morton‘s Steakhouse. Harry lærði margt af föður sínum og í æsku vann hann á sumrin á Hard Rock-hótelinu í Las Vegas.

Paris Hilton og Harry á góðri stundu.

Harry keypti glæsilegt hús í Beverly Hills í mars á þessu ári, en húsið var eitt sinn í eigu hjónanna Elvis og Priscillu Presley. Harry greiddi rúmlega 25 milljónir dollara fyrir slotið, rúma þrjá milljarða króna.

Harry var ókvæntur og barnlaus.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
20.12.2023

Grillaður hunangshjúpaður hestshaus með sinnepsfræjum, villihvítlauk og blóðbergi

Grillaður hunangshjúpaður hestshaus með sinnepsfræjum, villihvítlauk og blóðbergi
Matur
07.12.2023

Hátíðarbakkinn

Hátíðarbakkinn
Matur
04.11.2023

Djúsí beikonborgari með mozzarella fyllingu

Djúsí beikonborgari með mozzarella fyllingu
Matur
03.11.2023

Kjúklingalasagna sem allir elska

Kjúklingalasagna sem allir elska
Matur
20.10.2023

Salat með byggi, sætum kartöflum, graskersfræjum og hvítlauk

Salat með byggi, sætum kartöflum, graskersfræjum og hvítlauk
Matur
19.10.2023

Bragðmikil sveppasúpa

Bragðmikil sveppasúpa