Föstudagur 17.janúar 2020
Matur

Krummi stal jólamatnum af Jóa Fel – „Tignarlegt dýr“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Laugardaginn 16. nóvember 2019 15:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jóhannes Felixson eða Jóli Fel eins og flestir þekkja hann segir farir sínar ekki sléttar af hrafni einum sem stal frá honum hluta af jólamatnum. Hrafninn hremmdi tvær rjúpur úr knippi fyrir utan heimili Jóa í Garðabænum, át eina og hafði hitt hræið á brott með sér.

„Sagan er sú að ég var alla helgina á rjúpu rétt fyrir utan Grenivík. Svo þegar ég kem heim á sunnudagskvöldið var komið brjálað veður. Ég gekk frá byssunum og svo þurfti ég að hengja upp rjúpurnar. Það var niðdimmt og ég valdi stysta staðinn til að hengja upp rjúpurnar. Morguninn eftir sá ég hins vegar að þetta var afleitur staður því rjúpurnar blöstu við öllum og hrafninn var fljótur að koma auga á þær,“ segir Jói í viðtali við DV.

Jói segir segist hafa heyrt til hrafnsins en ekki séð til hans. „Ég fór út eldsnemma um morguninn og þegar ég kom heim aftur sá ég að ein rjúpan lá í gangstéttinni. Svo var ein gjörsamlega í tætlum á lóðinni en eitt hræið hafði krummi haft með sér.“

Jói missti því tvær rjúpur af 12 í hrafninn. „Þetta þýðir að ég þarf að fara aftur,“ segir Jói sem er duglegur veiðimaður. „Þetta er með því skemmtilegasta sem ég geri.“ Hann á þó til staðar hreindýr og er bara brattur eftir þennan ágang hrafnsins. Áður hefur hrafn komist í feng hjá Jóa en þá át hrafninn bringu af gæs án þess að ná hræinu með sér því þá voru fuglarnir betur bundnir saman hjá Jóa.

Jói ber engan kala til hrafnsins og er mjög hrifinn af hröfnum. „Ég er með tvo hrafna tattóveraða á bakið á mér og það segir sitt. Þetta eru ákaflega fallegir fuglar, tignarlegt dýr. En hrafninn er auðvitað hrææta og mjög grimmur.“

Jói segir að villibráðardagarnir taki við hjá sér strax eftir jól. „Ég er alinn upp við hamborgarhrygginn og hef hann á aðfangadagskvöld. Síðan er það sveitahangikjötið en eftir það tekur villibráðin við,“ segir Jói að lokum sem ætlar að veiða sér meira í matinn fyrir jól.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Matur
Fyrir 1 viku

Aðdáendur í áfalli yfir innihaldi ísskáps Kim Kardashian – Sjáðu hvað er raunverulega í eldhúsinu hennar

Aðdáendur í áfalli yfir innihaldi ísskáps Kim Kardashian – Sjáðu hvað er raunverulega í eldhúsinu hennar
Matur
Fyrir 1 viku

Matartipsarar hafa talað – Þetta er besti hamborgarinn

Matartipsarar hafa talað – Þetta er besti hamborgarinn
Matur
Fyrir 2 vikum

Er erfitt að vera ketó yfir hátíðarnar? Þá skaltu skoða þessa uppskrift

Er erfitt að vera ketó yfir hátíðarnar? Þá skaltu skoða þessa uppskrift
Matur
Fyrir 2 vikum

Áramótaeftirréttir að hætti Maríu Gomez

Áramótaeftirréttir að hætti Maríu Gomez
Matur
11.12.2019

Þið trúið því ekki að þetta lasagna sé ketó

Þið trúið því ekki að þetta lasagna sé ketó
Matur
11.12.2019

Harry Styles borðaði frekar sæði en að svara spurningu um Kendall Jenner

Harry Styles borðaði frekar sæði en að svara spurningu um Kendall Jenner